Líflína til dauðadæmdra fyrirtækja umdeild Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. október 2020 10:35 Eiga aðgerðir sem forða fyrirtækjum frá þroti alltaf rétt á sér? Vísir/Getty Árum saman hefur verið deilt um ágæti þess þegar hið opinbera og seðlabankar grípa til aðgerða í þágu atvinnulífs. Benda gagnrýnendur þá helst á að með aðgerðum geti inngrip leitt til þess að fyrirtæki sem að öllu jöfnu ættu að fara í þrot, halda áfram rekstri. Það skekki síðan stöðu á markaði. Um þetta er fjallað í grein Economist í vikunni þar sem þessi dauðadæmdu fyrirtæki eru kölluð „zombie‘s“ eða uppvakningar. Umræður í þessa veru voru nokkrar í kjölfar bankahruns. Þær hafa nú fengið byr undir báða vængi enda hafa flestar þjóðir heims gripið með einhverjum hætti til aðgerða og gera enn. Að mati greinahöfunda var það skiljanlegt síðastliðið vor þegar atvinnulíf heimsins lamaðist á augabragði. En nú segja þeir rétt að staldra aðeins við. Að því er fram kemur í greininni hefur sagan sýnt að aðgerðir sem afstýra eðlilegum gjaldþrotum, hægi á endanum á efnahagslegum bata. Sem dæmi nefna þeir stöðuna í Japan á tíunda áratugnum sem stundum er kallaður ,,týndi áratugurinn.“ Aðgerðir í þágu atvinnulífsins fólust þá í því að bankar reyndu að sporna við bágri stöðu fyrirtækja með því að halda uppi lánstrauti til fyrirtækja sem að öllu jöfnu hefðu átt að fara í þrot. Á endanum mátti hins vegar sjá að aðgerðirnar gerðu lítið annað en að hægja á batanum þar sem framleiðniaukning mældist nánast engin í langan tíma á eftir. Aðgerðirnar urðu því á endanum líflína dauðadæmdra fyrirtækja, eða uppvakninga, sem skekktu markaðinn lengi vel á eftir. En á þá ekki að gera neitt? Jú, vissulega segja greinahöfundar. Að þeirra mati snýst umræðan hins vegar um það hverjar aðgerðirnar ættu helst að vera. Mikilvægt sé að huga að öllum áhrifaþáttum þannig að „göngu hinna dauðra“ verði haldið í skefjum. Er þar bent á ýmsa útreikninga eftir bankahrun. Meðal annars það mat OECD að ef ekki hefði verið fyrir aðgerðir af hálfu hins opinbera, hefði framleiðni á Spáni og Ítalíu verið 1% meir en hún hefur verið síðustu ár. En hverjar eru þá lausnirnar? Að mati greinahöfunda ættu ríkisstjórnir frekar að styðja við starfsfólk en störf því annars er hætta á að verið sé að styrkja stöðugildi innan fyrirtækja sem í raun ættu að fara í þrot. Þá telja höfundar aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar réttlætanlegar séu miklar líkur á að atvinnugreinin rísi upp á ný. Þær aðgerðir þurfi þó að vera í styrktarformi enda sé skaði faraldursins nú þegar óafturkræfur. Þá vara þeir við nýrri bankakreppu og segja ákveðinn hvata geta myndast hjá fjármálafyrirtækjum í ástandi sem þessu. Sá hvati felist í því að lánveitingar sem hluti af aðgerðum í kjölfar kórónufaraldurs, geti orðið að hvata til að fela önnur mistök í útlánum. Eins er það nefnt sérstaklega að mikilvægt sé að takmarka möguleika banka á að greiða sér arð. Að þeirra mati eru ósérhlífnar aðgerðir betri leið að fara til langs tíma litið. Æskilegra sé að fyrirtæki fari í þrot nú og markaðurinn ákveði hvaða fyrirtæki lifa og hver deyja. Eru aðgerðir Þjóðverja og Ástrala sérstaklega gagnrýndar þar sem þær ganga út á að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja í nokkuð langan tíma í kjölfar heimsfaraldurs. Lítil fyrirtæki eru einnig nefnd sérstaklega og á það bent að þau fái svigrúm til að fara í þrot án þess að kröfuhafar eltist við sviðna jörð of lengi. Í þrotameðferðum þurfi einnig að leggja áherslu á hraða, sveigjanleika og gagnsæi þannig að markaðinum sjálfum sé betur gert kleift að endurreisa þá starfsemi sem ástæða er til. Vinnumarkaður Viðskipti Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Árum saman hefur verið deilt um ágæti þess þegar hið opinbera og seðlabankar grípa til aðgerða í þágu atvinnulífs. Benda gagnrýnendur þá helst á að með aðgerðum geti inngrip leitt til þess að fyrirtæki sem að öllu jöfnu ættu að fara í þrot, halda áfram rekstri. Það skekki síðan stöðu á markaði. Um þetta er fjallað í grein Economist í vikunni þar sem þessi dauðadæmdu fyrirtæki eru kölluð „zombie‘s“ eða uppvakningar. Umræður í þessa veru voru nokkrar í kjölfar bankahruns. Þær hafa nú fengið byr undir báða vængi enda hafa flestar þjóðir heims gripið með einhverjum hætti til aðgerða og gera enn. Að mati greinahöfunda var það skiljanlegt síðastliðið vor þegar atvinnulíf heimsins lamaðist á augabragði. En nú segja þeir rétt að staldra aðeins við. Að því er fram kemur í greininni hefur sagan sýnt að aðgerðir sem afstýra eðlilegum gjaldþrotum, hægi á endanum á efnahagslegum bata. Sem dæmi nefna þeir stöðuna í Japan á tíunda áratugnum sem stundum er kallaður ,,týndi áratugurinn.“ Aðgerðir í þágu atvinnulífsins fólust þá í því að bankar reyndu að sporna við bágri stöðu fyrirtækja með því að halda uppi lánstrauti til fyrirtækja sem að öllu jöfnu hefðu átt að fara í þrot. Á endanum mátti hins vegar sjá að aðgerðirnar gerðu lítið annað en að hægja á batanum þar sem framleiðniaukning mældist nánast engin í langan tíma á eftir. Aðgerðirnar urðu því á endanum líflína dauðadæmdra fyrirtækja, eða uppvakninga, sem skekktu markaðinn lengi vel á eftir. En á þá ekki að gera neitt? Jú, vissulega segja greinahöfundar. Að þeirra mati snýst umræðan hins vegar um það hverjar aðgerðirnar ættu helst að vera. Mikilvægt sé að huga að öllum áhrifaþáttum þannig að „göngu hinna dauðra“ verði haldið í skefjum. Er þar bent á ýmsa útreikninga eftir bankahrun. Meðal annars það mat OECD að ef ekki hefði verið fyrir aðgerðir af hálfu hins opinbera, hefði framleiðni á Spáni og Ítalíu verið 1% meir en hún hefur verið síðustu ár. En hverjar eru þá lausnirnar? Að mati greinahöfunda ættu ríkisstjórnir frekar að styðja við starfsfólk en störf því annars er hætta á að verið sé að styrkja stöðugildi innan fyrirtækja sem í raun ættu að fara í þrot. Þá telja höfundar aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar réttlætanlegar séu miklar líkur á að atvinnugreinin rísi upp á ný. Þær aðgerðir þurfi þó að vera í styrktarformi enda sé skaði faraldursins nú þegar óafturkræfur. Þá vara þeir við nýrri bankakreppu og segja ákveðinn hvata geta myndast hjá fjármálafyrirtækjum í ástandi sem þessu. Sá hvati felist í því að lánveitingar sem hluti af aðgerðum í kjölfar kórónufaraldurs, geti orðið að hvata til að fela önnur mistök í útlánum. Eins er það nefnt sérstaklega að mikilvægt sé að takmarka möguleika banka á að greiða sér arð. Að þeirra mati eru ósérhlífnar aðgerðir betri leið að fara til langs tíma litið. Æskilegra sé að fyrirtæki fari í þrot nú og markaðurinn ákveði hvaða fyrirtæki lifa og hver deyja. Eru aðgerðir Þjóðverja og Ástrala sérstaklega gagnrýndar þar sem þær ganga út á að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja í nokkuð langan tíma í kjölfar heimsfaraldurs. Lítil fyrirtæki eru einnig nefnd sérstaklega og á það bent að þau fái svigrúm til að fara í þrot án þess að kröfuhafar eltist við sviðna jörð of lengi. Í þrotameðferðum þurfi einnig að leggja áherslu á hraða, sveigjanleika og gagnsæi þannig að markaðinum sjálfum sé betur gert kleift að endurreisa þá starfsemi sem ástæða er til.
Vinnumarkaður Viðskipti Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira