Sendiráð Bandaríkjanna festi kaup á 500 fermetra einbýlishúsi í eigu Andra og Valgerðar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2020 13:30 Fasteignamat eignarinnar er yfir 200 milljónir. Talið er að svona hús gæti selst á yfir þrjú hundruð milljónir. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði. Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2018, og Valgerður Franklínsdóttir hafa selt einbýlishús sitt við Sólvallagötu 14 en eignin var skráð á Valgerði. Húsið var sett á sölu 6.september 2019 og á dögunum festi bandaríska sendiráðið kaup eigninni. Mbl.is greinir frá. Eignin á Sólvallagötu þykir glæsilegt hús í Reykjavík en húsið hefur allt verið endurnýjað á síðustu árum, bæði að utan og innan, auk þess sem lóð var endurgerð og nýr bílskúr byggður. Húsið er 540 fermetrar og var byggt árið 1928. Í því eru 7 svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað var eftir tilboði í eignina en fasteignamat eignarinnar er 201 milljón en Vísir hefur ekki fengið uppgefið kaupverð. Vísir ræddi við fasteignasalan Karl Lúðvíksson á síðasta ári um einmitt þessa eign og sagði hann þá að ef maður skoði sambærilegar eignir eins og eignina við Sólvallagötu og skoði hvað hafi verið að seljast síðastliðin ár þá „hafa eignir verið að seljast á 200 til 300 milljónir en þær eru ekki margar. Það er alltaf bara spurning hver sé á markaðnum sem er tilbúinn að kaupa eign á þessu verðbili í dag,“ sagði Karl á síðasta ári. Sendiráð Bandaríkjanna verið við Laufásveg 21 undanfarin ár en fyrirhugaður er flutningur á skrifstofunum á Engjateig 7. Væntanlega verður eignin við Sólvallagötu sendiherrabústaður Jeffrey Ross Gunter sendiherra. Hingað til hefur sendiherrabústaðurinn verið hluti af húsnæðinu við Laufásveg. Sérstakur sendiherra Nokkur styr hefur staðið um Gunterundanfarna mánuði. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í júlí að Gunter, sem er húðlæknir sem styrkti forsetaframboð Trump árið 2016, hefði falast eftir því að fá að vera vopnaður á Íslandi. Hann óttaðist um öryggi sitt þrátt fyrir að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna reyndi að fullvissa hann um að Ísland væri eitt öruggasta land í heimi og ósk hans um vopnaburð gæti verið tekið illa hér á landi. Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018.Getty/Bandaríska Sendiráðið Þá hafi Gunter neitað að snúa aftur til Íslands um nokkurra mánaða skeið eftir að hann fór á ráðstefnu í Bandaríkjunum í febrúar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi á endanum skipað Gunter að snúa aftur til Íslands í maí. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi hóf undirskriftasöfnun til að losna við Gunter fyrr á þessu ári og var Grace ein af þeim sem tók þátt í henni. Gagnrýndi hópurinn meðal annars að starfsemi sendiráðsins hefði verið í lamasessi í fleiri mánuði.
Hús og heimili Sendiráð á Íslandi Reykjavík Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira