Spennandi tímamót og 8000 strætóar Hrund Gunnsteinsdóttir, Freyr Eyjólfsson, Gyða Björnsdóttir og Lárus M. K. Ólafsson skrifa 6. október 2020 07:01 Í hringrásarhagkerfi (e. circular economy) er leitast við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi. Annars ónýtt efni og orka eru nýtt til hins ítrasta og „rusl” verður að verðmætum. Markmiðið er skapa sjálfbært hagkerfi og samfélag. 1,8 trilljón evra Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð, þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Yfir 70 áætlanir og leiðarvísar hafa verið gerðir í ríkjum Evrópu á síðastliðnum árum með það að markmiði að færa hagkerfið úr línulegu yfir í hringrás. Þar fara Finnar fremstir í flokki, en Finnland ætlar sér að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Urðun verði hætt 2021 Árið 2019 fóru yfir 100 þúsund tonn af úrgangi til urðunar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, hráefni sem voru þar með ekki lengur hluti af hringrásinni. Þetta jafngildir u.þ.b. 8000 strætóum. Stærstur hluti úrgangsins eru endurvinnanleg efni, s.s. pappír, pappi, plast, textíll og lífúrgangur. Við sem samfélag stöndum á tímamótum því árið 2021 er stefnt að því að hætta urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er einnig verulegur samdráttur í urðun á öðrum úrgangi í Álfsnesi fram til ársins 2023, þegar urðun þar verður hætt samkvæmt eigendasamkomulagi SORPU. Þessu fylgja ýmsar áskoranir fyrir fyrirtæki en kannski fyrst og fremst tækifæri til að hverfa frá hinu línulega hagkerfi í átt að hagkerfi sem styður við hringrás hráefna og betri nýtingu auðlinda. Það verður dýrt að flokka illa því eini farvegurinn fyrir blandaðan úrgang verður brennsla erlendis. Risastórt loftslagsmál Að hætta urðun lífræns úrgangs er risastórt loftslagsmál. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, er ætlað að endurheimta næringarefni úr lífrænum úrgangi og nýta þá orku sem verður til í niðurbrotsferlinu í formi metans. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan, sem og vinnsla metans á urðunarstaðnum, muni spara útblástur sem nemur um 90 þúsund tonnum af CO2 á ári. Það jafngildir því að taka um 40.000 bensín- og dísilknúna bíla af götum höfuðborgarsvæðisins. Uppblástur, jarðvegsrof og hnignun gróðurs er stórt umhverfisvandamál á Íslandi og um 40% landsins telst vera talsvert, mikið eða mjög mikið rofið. Molta úr lífrænum úrgangi mun verða mikilvæg við uppgræðslu lands og við að binda kolefni í gróðri. Hagkvæmara fyrir þjóðarbúið Með hringrásarhagkerfinu höfum við möguleika á því að bæta viðskiptajöfnuð við aðrar þjóðir og fara að selja meira af vörum en við kaupum. Hringrásarhagkerfið er ekki bara umhverfisvænna kerfi, heldur hagkvæmara fyrir þjóðarbúið ef rétt er á spöðunum haldið. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg, og má hér nefna möguleika okkar til að stórefla þróun og nýsköpun við framleiðslu íslenskra matvæla og nota okkar góðu, grænu orku til þess að innleiða íslenska hringrás í matvælaframleiðslu. Með því að kaupa og borða mat úr nærumhverfinu fáum við bæði hollari, umhverfisvænni og með tímanum ódýrari mat. Suður-Kórea er frábært dæmi um land sem hefur náð miklum árangri í heimaræktun, en þar er fólk m.a. hvatt og stutt dyggilega til þess að rækta grænmeti í görðum og almenningsrýmum. Hið opinbera skapi aðlaðandi umhverfi Á síðustu árum hafa íslensk fyrirtæki innleitt umhverfisvænar breytingar í starfsemi sína með góðum árangri. Mikilvægt er að hið opinbera haldi áfram að skapa aðlaðandi umhverfi til fjárfestinga í grænni tækni og nýsköpun á því sviði. Horfa má til fyrirkomulags í nágrannaríkjum okkar þar sem ríkið veitir beina fjárhagslega hvata til atvinnulífs til að innleiða umhverfisvænar breytingar í sinni starfsemi, s.s. ENOVA sjóðurinn í Noregi. Gott samstarf og virkt samtal stjórnvalda og atvinnulífs, þar sem ýtt er undir tækniframfarir og nýsköpun, er ein forsenda þess að við sem þjóð náum settum markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Að skapa verðmæti, spara peninga og skara fram úr Með innleiðingu á hringrásarhagkerfi skapast verðmæti og við spörum með því að hætta að henda auðæfum - verðmætum endurvinnsluefnum. Hringrásarhagkerfinu fylgja fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og úrlausnar alþjóðlegra áskorana. Þetta skapar fyrirtækjum forskot í samkeppni og skapar störf. Við vitum að sjálfbært hagkerfi og samfélag er ekki bara eftirsóknarvert, heldur ýtir það undir nýsköpun þar sem atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt taka höndum saman og byggja hér góða framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu Freyr Eyjólfsson samskiptastjóri Terra Gyða Björnsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá Sorpu Lárus M. K. Ólafsson viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Í hringrásarhagkerfi (e. circular economy) er leitast við að hanna burt úrgang, mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda, halda vörum og efnum lengur í notkun og endurnýja náttúruleg kerfi. Annars ónýtt efni og orka eru nýtt til hins ítrasta og „rusl” verður að verðmætum. Markmiðið er skapa sjálfbært hagkerfi og samfélag. 1,8 trilljón evra Talið er að viðskiptatækifæri hringrásarhagkerfisins nemi um 1,8 trilljónum evra, bara innan Evrópusambandsins, skv. Ellen MacArthur Foundation. Þá hefur Evrópusambandið heitið 100 milljörðum evra á árunum 2021-2027 í styrki vegna nýs græns sáttmála (e. EU Green Deal) um sjálfbæra framtíð, þar sem ein af lykilstoðunum er hringrásarhagkerfið. Yfir 70 áætlanir og leiðarvísar hafa verið gerðir í ríkjum Evrópu á síðastliðnum árum með það að markmiði að færa hagkerfið úr línulegu yfir í hringrás. Þar fara Finnar fremstir í flokki, en Finnland ætlar sér að verða hringrásarhagkerfi árið 2025. Urðun verði hætt 2021 Árið 2019 fóru yfir 100 þúsund tonn af úrgangi til urðunar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi, hráefni sem voru þar með ekki lengur hluti af hringrásinni. Þetta jafngildir u.þ.b. 8000 strætóum. Stærstur hluti úrgangsins eru endurvinnanleg efni, s.s. pappír, pappi, plast, textíll og lífúrgangur. Við sem samfélag stöndum á tímamótum því árið 2021 er stefnt að því að hætta urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er einnig verulegur samdráttur í urðun á öðrum úrgangi í Álfsnesi fram til ársins 2023, þegar urðun þar verður hætt samkvæmt eigendasamkomulagi SORPU. Þessu fylgja ýmsar áskoranir fyrir fyrirtæki en kannski fyrst og fremst tækifæri til að hverfa frá hinu línulega hagkerfi í átt að hagkerfi sem styður við hringrás hráefna og betri nýtingu auðlinda. Það verður dýrt að flokka illa því eini farvegurinn fyrir blandaðan úrgang verður brennsla erlendis. Risastórt loftslagsmál Að hætta urðun lífræns úrgangs er risastórt loftslagsmál. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, er ætlað að endurheimta næringarefni úr lífrænum úrgangi og nýta þá orku sem verður til í niðurbrotsferlinu í formi metans. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan, sem og vinnsla metans á urðunarstaðnum, muni spara útblástur sem nemur um 90 þúsund tonnum af CO2 á ári. Það jafngildir því að taka um 40.000 bensín- og dísilknúna bíla af götum höfuðborgarsvæðisins. Uppblástur, jarðvegsrof og hnignun gróðurs er stórt umhverfisvandamál á Íslandi og um 40% landsins telst vera talsvert, mikið eða mjög mikið rofið. Molta úr lífrænum úrgangi mun verða mikilvæg við uppgræðslu lands og við að binda kolefni í gróðri. Hagkvæmara fyrir þjóðarbúið Með hringrásarhagkerfinu höfum við möguleika á því að bæta viðskiptajöfnuð við aðrar þjóðir og fara að selja meira af vörum en við kaupum. Hringrásarhagkerfið er ekki bara umhverfisvænna kerfi, heldur hagkvæmara fyrir þjóðarbúið ef rétt er á spöðunum haldið. Tækifærin hérlendis eru fjölmörg, og má hér nefna möguleika okkar til að stórefla þróun og nýsköpun við framleiðslu íslenskra matvæla og nota okkar góðu, grænu orku til þess að innleiða íslenska hringrás í matvælaframleiðslu. Með því að kaupa og borða mat úr nærumhverfinu fáum við bæði hollari, umhverfisvænni og með tímanum ódýrari mat. Suður-Kórea er frábært dæmi um land sem hefur náð miklum árangri í heimaræktun, en þar er fólk m.a. hvatt og stutt dyggilega til þess að rækta grænmeti í görðum og almenningsrýmum. Hið opinbera skapi aðlaðandi umhverfi Á síðustu árum hafa íslensk fyrirtæki innleitt umhverfisvænar breytingar í starfsemi sína með góðum árangri. Mikilvægt er að hið opinbera haldi áfram að skapa aðlaðandi umhverfi til fjárfestinga í grænni tækni og nýsköpun á því sviði. Horfa má til fyrirkomulags í nágrannaríkjum okkar þar sem ríkið veitir beina fjárhagslega hvata til atvinnulífs til að innleiða umhverfisvænar breytingar í sinni starfsemi, s.s. ENOVA sjóðurinn í Noregi. Gott samstarf og virkt samtal stjórnvalda og atvinnulífs, þar sem ýtt er undir tækniframfarir og nýsköpun, er ein forsenda þess að við sem þjóð náum settum markmiðum í umhverfis- og loftslagsmálum. Að skapa verðmæti, spara peninga og skara fram úr Með innleiðingu á hringrásarhagkerfi skapast verðmæti og við spörum með því að hætta að henda auðæfum - verðmætum endurvinnsluefnum. Hringrásarhagkerfinu fylgja fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og úrlausnar alþjóðlegra áskorana. Þetta skapar fyrirtækjum forskot í samkeppni og skapar störf. Við vitum að sjálfbært hagkerfi og samfélag er ekki bara eftirsóknarvert, heldur ýtir það undir nýsköpun þar sem atvinnulífið, stjórnvöld og samfélagið allt taka höndum saman og byggja hér góða framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu Freyr Eyjólfsson samskiptastjóri Terra Gyða Björnsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni hjá Sorpu Lárus M. K. Ólafsson viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun