„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 18:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira