Bein útsending: Steindi og félagar spila inn í nóttina Tinni Sveinsson skrifar 7. október 2020 18:15 Steindi og félagar. Þátturinn Rauðvín og klakar er sýndur á Stöð 2 Esport Þættirnir Rauðvín og klakar snúa aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki og drekkur eina rauðvínsflösku með. Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Stöð 2 Esport og einnig hér á Vísi og Twitch. Streymi Steinda og félaga á Twitch er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og lofa þeir félagar flugeldasýningu öll miðvikudagskvöld kl 21 í haust. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna en þeir félagar spila í rauntíma. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn. Ég lít á þetta eins og við séum öll að hanga saman, bara á sitthvorum staðnum. Áhorfendur hjálpa okkur einnig að sigra leiki og hvetja okkur áfram. Svo þegar við erum að spila illa þá erum við látnir heyra það, sem á það til að gerast þegar rauðvínsflaskan er farin að léttast.” Útsending Steinda hefst klukkan níu og getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir. Með Steinda spila þeir Óli Jó, Digital Cuz og MVPete en þeir félagar hafa spilað lengi saman. Eins og áður segir hefst bein útsending klukkan 21 í kvöld. „Óli er auðvitað afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Hann hefur verið í þessum geira síðan þeir yngstu voru að leira. Það er eiginlega nokkuð merkilegt að hann sé á lífi þar sem hann er lang elsti maður landsins. Digital Cuz er svona maður sem býr til jello shots á virkum dögum og hlustar á Creed eins og menn frá Sauðárkróki eiga það til að gera. MVPete er starfsmaður hjá Freyju og er nokkuð eðlilegur maður. Það er mjög þakklátt að hafa einn eðlilegan mann í hópnum sem getur rifið í handbremsuna þegar streymin fara út í of mikla vitleysu,“ segir Steindi. „Við sötrum svo rauðvín á meðan við spilum og eigum það til að verða verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allt sitt sjónvarpsefni og koma krökkunum niður.“ Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Þættirnir Rauðvín og klakar snúa aftur á Stöð 2 Esport klukkan 21 í kvöld en þar spilar Steinþór Hróar Steinþórsson tölvuleiki og drekkur eina rauðvínsflösku með. Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Stöð 2 Esport og einnig hér á Vísi og Twitch. Streymi Steinda og félaga á Twitch er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og lofa þeir félagar flugeldasýningu öll miðvikudagskvöld kl 21 í haust. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna en þeir félagar spila í rauntíma. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn. Ég lít á þetta eins og við séum öll að hanga saman, bara á sitthvorum staðnum. Áhorfendur hjálpa okkur einnig að sigra leiki og hvetja okkur áfram. Svo þegar við erum að spila illa þá erum við látnir heyra það, sem á það til að gerast þegar rauðvínsflaskan er farin að léttast.” Útsending Steinda hefst klukkan níu og getur staðið yfir í nokkrar klukkustundir. Með Steinda spila þeir Óli Jó, Digital Cuz og MVPete en þeir félagar hafa spilað lengi saman. Eins og áður segir hefst bein útsending klukkan 21 í kvöld. „Óli er auðvitað afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Hann hefur verið í þessum geira síðan þeir yngstu voru að leira. Það er eiginlega nokkuð merkilegt að hann sé á lífi þar sem hann er lang elsti maður landsins. Digital Cuz er svona maður sem býr til jello shots á virkum dögum og hlustar á Creed eins og menn frá Sauðárkróki eiga það til að gera. MVPete er starfsmaður hjá Freyju og er nokkuð eðlilegur maður. Það er mjög þakklátt að hafa einn eðlilegan mann í hópnum sem getur rifið í handbremsuna þegar streymin fara út í of mikla vitleysu,“ segir Steindi. „Við sötrum svo rauðvín á meðan við spilum og eigum það til að verða verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allt sitt sjónvarpsefni og koma krökkunum niður.“
Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira