Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2025 08:17 Ívar Örn Hansen segist hafa farið illa með sig, en svo fékk hann hjartaáfall og missti fimmtíu kíló. Stöð 2 Ívar Örn Hansen, kokkur og athafnamaður segist hafa gjörbreytt lífi sínu í byrjun ársins 2022, þegar hann ákvað að treysta lífinu. Ívar, sem gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ívar Örn fékk hjartaáfall 2019 og léttist í kjölfarið um tugi kílóa. Hann hefur á undanförnum árum slegið í gegn á Stöð 2 sem „Helvítis Kokkurinn“ og fyrir „Helvítis sulturnar“ sem hann framleiðir ásamt konunni sinni. „Árið 2022 hófst mikið andlegt ferðalag hjá mér. Ég tók afdrifaríka ákvörðun 2. janúar það ár sem fólst einfaldlega í að að byrja að lifa lífinu samkvæmt ákveðnum formerkjum. Þá fóru ótrúlegir hlutir að gerast sem mig hefði ekki getað órað fyrir.“ Það sem Ívar Örn er hér að vísa til er að hann ákvað að hætta að beita stjórnsemi í lífi sínu og fara að treysta ferlinu. „Ég byrjaði þetta ár í sjálfstæðum rekstri og bara 2 vikum eftir að ég var búinn að taka það skref út í óvissuna hafði frændi minn, sem starfar hjá Sýn, samband við mig og lagði til að ég fari að gera sjónvarpsþætti. Ég ákvað bara að segja já og við sendum skilaboð á Þórhall Gunnars og hann samþykkti þetta eftir að við vorum búnir að vera með honum á fundi í 3 mínútur.“ Pabbinn fór í meðferð og þá fóru hlutirnir að breytast Ívar segir eitt og annað hafa orðið til þess að hann tók þessa ákvörðun. „Fyrir rúmum 20 árum fór pabbi minn í meðferð og ég fór að stunda fundi fyrir aðstandendur í kjölfarið. En ég tók ekki mikinn þátt í fundunum fyrstu árin, þó að ég hafi tileinkað mér margt af því sem var verið að segja á fundunum. Það er svo 2019 sem líf mitt tók algjörum breytingum. Ég fékk hjartaáfall.“ Þegar pabbi hans fór í meðferð fór Ívar Örn að sækja Al-Anon fundi og þá fóru hlutirnir að breytast.Stöð 2 Ívar segir að fram til þess tíma hafi hann verið alltof „góður við sjálfan sig“. „Ég hreyfði mig ekki, reykti og borðaði mjög óhollt og var mjög feitur. Ég var tæpum 50 kílóum þyngri og sjálfsmynd mín var í raun í molum. Upp frá þessu byrjaði ég að finna raunverulegt þakklæti fyrir að vera hreinlega á lífi. Þarna fannst mér ég í fyrsta skipti skilja raunverulega hvað það er að vera þakklátur.“ Al-Anon fræðin og kraftaverkið Ívar hafði starfað sem auglýsingafulltrúi árin á undan þessu, en þarna fór ég aftur að gera það sem hann elskaði, sem er að vinna við eldamennsku. „Líf mitt fór að ganga mjög vel og ég var í góðu starfi að vinna sem kokkur, en á gamlársdag 2021 var mér sagt upp og það var í raun vendipunkturinn. Eftir það breytti ég öllu og tók þessa djúpstæðu ákvörðun 2. janúar á nýja árinu. Ég ákvað að lifa eftir fyrstu þremur sporunum í Al-Anon fræðunum allt næsta ár í einu og öllu og líf mitt tók eftir það mjög dramatískum breytingum.“ Það var í raun gamall vinnufélagi hans, Atli Steinn Guðmundsson, sem fór að kalla hann Helvítis kokkinn, og það festist.stöð 2 Ívar stofnaði sitt eigið fyrirtæki, gerði sjónvarpsþætti og fékk hvert draumaverkefnið á fætur öðru í fangið og fékk meira að segja bíl gefins. „Það var svo mikið af skrýtnum hlutum sem gerðust á þessum tíma að ég get eiginlega ekki útskýrt það nema sem einhvers konar kraftaverk.“ Atli Steinn ber ábyrgð á viðurnefninu Ívar hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir bæði sjónvarpsþætti sem hann gerði og einnig eldpiparsultur sem hann þróaði sem heita „helvítis eldpiparsulturnar“. Ívar gengur sjálfur undir nafninu „helvítis kokkurinn“ og hann segir hvernig það er til komið: „Einn gamall og góður vinur minn á þetta eiginlega skuldlaust. Þegar ég var að byrja að læra að verða kokkur byrjaði ég samhliða því að vinna sem dyravörður og plötusnúður á stað í borginni. Vinnufélagi minn þar, Atli Steinn Guðmundsson byrjar að kalla mig „helvítis kokkurinn“, sem hann tók úr bók eftir Þórberg Þórðarson. Þar er sena þar sem einhver segir: „Rífðu helvítis kokkinn upp af rassgatinu“. Þetta viðurnefni festist svo bara við mig og allir vinir mínir tóku þátt í þessu á þessum tíma. Allir sem þekktu eitthvað til í vinahópnum mínum vissu hver helvítis kokkurinn var.“ Óhætt er að segja að „Helvítis Eldpiparsulturnar“ hafi slegið rækilega í gegn og Ívar og konan hans hafa átt í fullu fangi með að anna eftirspurn. „Við byrjum í nóvember 2022 að framleiða eldpiparsulturnar. Ég og konan mín eigum þetta fyrirtæki saman. Það vill svo vel til að ég er matreiðslumaður og hún er margmiðlunarhönnuður, þannig að hún sér um hönnunina á þessu öllu saman en ég sé um það sem snýr að minni sérhæfingu.“ Af hverju gerir þú ekki sultu fyrir mig? Ívar segist alltaf hafa haft gaman að því að gera sultur. Hann byggir á gömlum hefðum og hafði verið að setja eitthvað inn á samfélagsmiðla því tengt. „Ég var nýbúinn að gera rabbarbarastultu með sítrónu- og appelsínubragði og setja það á samfélagsmiðla þegar konan mín segir við mig: „Af hverju gerir þú aldrei sultu fyrir mig?“ Ég sagði bara „ástin mín, þú borðar ekki sultu,“ en svarið var að hún borðaði víst Chilli-sultur. Þannig að ég lofaði henni að gera chilli sultu fyrir hana. Til að gera langa sögu stutta létum við slag standa og framleiddum í nóvember 1173 krukkur af sultu og í desember seldum við nærri allar þessar krukkur. Á síðasta ári seldum við 18 þúsund krukkur, þannig að við höfum náð frábærum árangri á stuttum tíma.“ Helvítis kokkurinn Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Ívar Örn fékk hjartaáfall 2019 og léttist í kjölfarið um tugi kílóa. Hann hefur á undanförnum árum slegið í gegn á Stöð 2 sem „Helvítis Kokkurinn“ og fyrir „Helvítis sulturnar“ sem hann framleiðir ásamt konunni sinni. „Árið 2022 hófst mikið andlegt ferðalag hjá mér. Ég tók afdrifaríka ákvörðun 2. janúar það ár sem fólst einfaldlega í að að byrja að lifa lífinu samkvæmt ákveðnum formerkjum. Þá fóru ótrúlegir hlutir að gerast sem mig hefði ekki getað órað fyrir.“ Það sem Ívar Örn er hér að vísa til er að hann ákvað að hætta að beita stjórnsemi í lífi sínu og fara að treysta ferlinu. „Ég byrjaði þetta ár í sjálfstæðum rekstri og bara 2 vikum eftir að ég var búinn að taka það skref út í óvissuna hafði frændi minn, sem starfar hjá Sýn, samband við mig og lagði til að ég fari að gera sjónvarpsþætti. Ég ákvað bara að segja já og við sendum skilaboð á Þórhall Gunnars og hann samþykkti þetta eftir að við vorum búnir að vera með honum á fundi í 3 mínútur.“ Pabbinn fór í meðferð og þá fóru hlutirnir að breytast Ívar segir eitt og annað hafa orðið til þess að hann tók þessa ákvörðun. „Fyrir rúmum 20 árum fór pabbi minn í meðferð og ég fór að stunda fundi fyrir aðstandendur í kjölfarið. En ég tók ekki mikinn þátt í fundunum fyrstu árin, þó að ég hafi tileinkað mér margt af því sem var verið að segja á fundunum. Það er svo 2019 sem líf mitt tók algjörum breytingum. Ég fékk hjartaáfall.“ Þegar pabbi hans fór í meðferð fór Ívar Örn að sækja Al-Anon fundi og þá fóru hlutirnir að breytast.Stöð 2 Ívar segir að fram til þess tíma hafi hann verið alltof „góður við sjálfan sig“. „Ég hreyfði mig ekki, reykti og borðaði mjög óhollt og var mjög feitur. Ég var tæpum 50 kílóum þyngri og sjálfsmynd mín var í raun í molum. Upp frá þessu byrjaði ég að finna raunverulegt þakklæti fyrir að vera hreinlega á lífi. Þarna fannst mér ég í fyrsta skipti skilja raunverulega hvað það er að vera þakklátur.“ Al-Anon fræðin og kraftaverkið Ívar hafði starfað sem auglýsingafulltrúi árin á undan þessu, en þarna fór ég aftur að gera það sem hann elskaði, sem er að vinna við eldamennsku. „Líf mitt fór að ganga mjög vel og ég var í góðu starfi að vinna sem kokkur, en á gamlársdag 2021 var mér sagt upp og það var í raun vendipunkturinn. Eftir það breytti ég öllu og tók þessa djúpstæðu ákvörðun 2. janúar á nýja árinu. Ég ákvað að lifa eftir fyrstu þremur sporunum í Al-Anon fræðunum allt næsta ár í einu og öllu og líf mitt tók eftir það mjög dramatískum breytingum.“ Það var í raun gamall vinnufélagi hans, Atli Steinn Guðmundsson, sem fór að kalla hann Helvítis kokkinn, og það festist.stöð 2 Ívar stofnaði sitt eigið fyrirtæki, gerði sjónvarpsþætti og fékk hvert draumaverkefnið á fætur öðru í fangið og fékk meira að segja bíl gefins. „Það var svo mikið af skrýtnum hlutum sem gerðust á þessum tíma að ég get eiginlega ekki útskýrt það nema sem einhvers konar kraftaverk.“ Atli Steinn ber ábyrgð á viðurnefninu Ívar hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir bæði sjónvarpsþætti sem hann gerði og einnig eldpiparsultur sem hann þróaði sem heita „helvítis eldpiparsulturnar“. Ívar gengur sjálfur undir nafninu „helvítis kokkurinn“ og hann segir hvernig það er til komið: „Einn gamall og góður vinur minn á þetta eiginlega skuldlaust. Þegar ég var að byrja að læra að verða kokkur byrjaði ég samhliða því að vinna sem dyravörður og plötusnúður á stað í borginni. Vinnufélagi minn þar, Atli Steinn Guðmundsson byrjar að kalla mig „helvítis kokkurinn“, sem hann tók úr bók eftir Þórberg Þórðarson. Þar er sena þar sem einhver segir: „Rífðu helvítis kokkinn upp af rassgatinu“. Þetta viðurnefni festist svo bara við mig og allir vinir mínir tóku þátt í þessu á þessum tíma. Allir sem þekktu eitthvað til í vinahópnum mínum vissu hver helvítis kokkurinn var.“ Óhætt er að segja að „Helvítis Eldpiparsulturnar“ hafi slegið rækilega í gegn og Ívar og konan hans hafa átt í fullu fangi með að anna eftirspurn. „Við byrjum í nóvember 2022 að framleiða eldpiparsulturnar. Ég og konan mín eigum þetta fyrirtæki saman. Það vill svo vel til að ég er matreiðslumaður og hún er margmiðlunarhönnuður, þannig að hún sér um hönnunina á þessu öllu saman en ég sé um það sem snýr að minni sérhæfingu.“ Af hverju gerir þú ekki sultu fyrir mig? Ívar segist alltaf hafa haft gaman að því að gera sultur. Hann byggir á gömlum hefðum og hafði verið að setja eitthvað inn á samfélagsmiðla því tengt. „Ég var nýbúinn að gera rabbarbarastultu með sítrónu- og appelsínubragði og setja það á samfélagsmiðla þegar konan mín segir við mig: „Af hverju gerir þú aldrei sultu fyrir mig?“ Ég sagði bara „ástin mín, þú borðar ekki sultu,“ en svarið var að hún borðaði víst Chilli-sultur. Þannig að ég lofaði henni að gera chilli sultu fyrir hana. Til að gera langa sögu stutta létum við slag standa og framleiddum í nóvember 1173 krukkur af sultu og í desember seldum við nærri allar þessar krukkur. Á síðasta ári seldum við 18 þúsund krukkur, þannig að við höfum náð frábærum árangri á stuttum tíma.“
Helvítis kokkurinn Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira