Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2020 12:24 Foreldrar hafa streymt í íþróttahús Sunnulækjarskóla í morgun með börn sín í sýnatöku. Allir þurfa að vera með grímu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira