Landbúnaðarráðherra og lausnaleysið Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 9. október 2020 10:01 Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar