Daði býst við því að heyra í RÚV á næstu dögum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 15:41 Daði Freyr var talinn mjög sigurstranglegur í Eurovision fyrr á þessu ári. RÚV Daði Freyr virðist vera klár í slaginn að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam næsta vor. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram í Rotterdam síðasta vor en Eurovision-keppninni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Laginu Think About Things var spáð virkilega góðu gengi samkvæmt veðbönkum og talið eitt sigurstranglegasta lagið. Á næsta ári má aftur á móti ekki mæta til leiks með sama lag. Daði ræddi málið við þýska blaðið Berliner Zeitung og hefur bloggsíðan virta WIWI-bloggs gert sér mat úr viðtalinu. „Eini möguleikinn á því að við tökum þátt í keppninni er að RÚV sendi okkur beint í lokakeppnina. Mig langar að taka þátt en það er bara svo mikil vinna að taka þátt í forkeppninni á Íslandi og mér finnst skrýtið að þurfa fara í gegnum það ferli allt saman aftur,“ segir Daði Freyr við miðilinn þýska. „Ef við fáum að fara beint í Eurovision getum við einbeitt okkur alfarið að því, í stað þess að einbeita okkur að tveimur mismunandi keppnum.“ Daði segist nú þegar vera kominn með hugmynd fyrir atriði Íslands í Eurovision sem gæti skilað þjóðinni langt í keppninni. „Ég mun reyna að vinna þessa keppni og þá verð ég að semja lag sem hefur góða möguleika. Ef við getum farið saman nokkrir vinir í lokakeppnina og komið til baka með bikar þá væri það góða saga,“ segir Daði og bætir við að hann búist við að heyra frá RÚV á allra næstu dögum. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Daði Freyr virðist vera klár í slaginn að taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam næsta vor. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram í Rotterdam síðasta vor en Eurovision-keppninni var aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Laginu Think About Things var spáð virkilega góðu gengi samkvæmt veðbönkum og talið eitt sigurstranglegasta lagið. Á næsta ári má aftur á móti ekki mæta til leiks með sama lag. Daði ræddi málið við þýska blaðið Berliner Zeitung og hefur bloggsíðan virta WIWI-bloggs gert sér mat úr viðtalinu. „Eini möguleikinn á því að við tökum þátt í keppninni er að RÚV sendi okkur beint í lokakeppnina. Mig langar að taka þátt en það er bara svo mikil vinna að taka þátt í forkeppninni á Íslandi og mér finnst skrýtið að þurfa fara í gegnum það ferli allt saman aftur,“ segir Daði Freyr við miðilinn þýska. „Ef við fáum að fara beint í Eurovision getum við einbeitt okkur alfarið að því, í stað þess að einbeita okkur að tveimur mismunandi keppnum.“ Daði segist nú þegar vera kominn með hugmynd fyrir atriði Íslands í Eurovision sem gæti skilað þjóðinni langt í keppninni. „Ég mun reyna að vinna þessa keppni og þá verð ég að semja lag sem hefur góða möguleika. Ef við getum farið saman nokkrir vinir í lokakeppnina og komið til baka með bikar þá væri það góða saga,“ segir Daði og bætir við að hann búist við að heyra frá RÚV á allra næstu dögum.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira