Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 9. október 2020 16:15 Jón Baldvin á leiðinni í Silfrið í febrúar í fyrra þar sem hann ræddi ásakanir á hendur sér fyrir kynferðisbrot. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu braut gegn þágildandi lögum um persónuvernd með vinnslu sinni á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Kjarninn greindi frá úrskurðinum í dag. Aldís segir fyrsta sigurinn unninn í baráttunni við Jón Baldvin Hannibalsson, föður sinn og fyrrverandi utanríkisráðherra, sendiherra og þingmann. Hún hefur sakað föður sinn um kynferðisbrot í æsku og að foreldrar hennar hafi síðar fengið hana nauðungarvistaða á geðdeild Landspítalans. Forsaga málsins er sú að Hörður Jóhannesson, þáverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, afhenti Jóni Baldvini skjal í ársbyrjun 2012. Þar kom meðal annars fram að lögreglan hefði nokkrum sinnum árin á undan haft afskipti eða sinnt verkefnum vegna hennar. „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. xxxxx-yyyy) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Jón Baldvin ræddi skjalið í viðtali í Silfrinu á RÚV í febrúar 2019 í kjölfar ásakana á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Hann birti svo upplýsingar úr skjalinu í aðsendri grein í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Ekki heimild fyrir vinnslu upplýsinga Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinganna. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gat ekki svarað Persónuvernd í hvaða tilgangi vinnsla skjalsins átti sér stað fyrir átta árum. Í svörum lögreglunnar kom fram að skjalið og þau gögn sem útgáfa þess byggði á hafi ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins og að embættið hafi ekki upplýsingar um forsendur afgreiðslunnar. Aldís Schram kærði Hörð Jóhannesson fyrir vottorð sem hann veitti Jóni Baldvin þess efnis að foreldrar Aldísar hafi aldrei kallað til lögreglu hennar vegna. Hörður Jóhannesson hefur látið af störfum hjá lögreglunni. Aldís hefur kært Hörð til héraðssaksóknara fyrir að hafa afhent föður sínum skjalið, eða vottorðið eins og Aldís nefnir skjalið. Með hliðsjón af því er að mati Persónuverndar ekki unnt að líta svo á að vinnsla persónuupplýsinga kvartanda í umrætt sinn hafi farið fram á grundvelli heimildar. Fólk verði að geta treyst lögreglu Þá telur Persónuvernd verða að leggja til grundvallar að einstaklingar megi almennt treysta því að upplýsingum sem lögregla skráir um verkefni sem hún sinnir vegna þeirra verði ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem embætti lögreglustjóra hafi miðlað umræddum upplýsingum um kvartanda án heimildar hafi embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti gagnvart Aldísi. „Fyrsti sigurinn unninn“ segir Aldís í færslu á Facebook. Jón Baldvin hefur stefnt henni fyrir meiðyrði vegna orða sem hún lét falla í útvarpsþætti á Rás 2 í janúar í fyrra. Aldís fullyrti í Morgunútvarpinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Deilur fyrir dómstólum Ríkisútvarpinu og Sigmari Guðmundssyni, umsjónarmanni þáttarins, er sömuleiðis stefnt af ráðherranum fyrrverandi. Þá lýsti Aldís því í þættinum að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir kynferðislega áreitni gagnvart annarri konu. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögreglan Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Þetta eru ummælin sem Jón Baldvin stefnir Aldísi og RÚV fyrir Jón Baldvin Hannibalsson gerir enga fjárkröfu í stefnu á hendur dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Hann krefst þess einfaldlega að tíu ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snúa að ásökunum um barnaníð, ólögmæta frelsissviptingu og sifjaspjell. 28. júní 2019 11:47 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu braut gegn þágildandi lögum um persónuvernd með vinnslu sinni á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar. Kjarninn greindi frá úrskurðinum í dag. Aldís segir fyrsta sigurinn unninn í baráttunni við Jón Baldvin Hannibalsson, föður sinn og fyrrverandi utanríkisráðherra, sendiherra og þingmann. Hún hefur sakað föður sinn um kynferðisbrot í æsku og að foreldrar hennar hafi síðar fengið hana nauðungarvistaða á geðdeild Landspítalans. Forsaga málsins er sú að Hörður Jóhannesson, þáverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, afhenti Jóni Baldvini skjal í ársbyrjun 2012. Þar kom meðal annars fram að lögreglan hefði nokkrum sinnum árin á undan haft afskipti eða sinnt verkefnum vegna hennar. „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. xxxxx-yyyy) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“ Jón Baldvin ræddi skjalið í viðtali í Silfrinu á RÚV í febrúar 2019 í kjölfar ásakana á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Hann birti svo upplýsingar úr skjalinu í aðsendri grein í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Ekki heimild fyrir vinnslu upplýsinga Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinganna. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gat ekki svarað Persónuvernd í hvaða tilgangi vinnsla skjalsins átti sér stað fyrir átta árum. Í svörum lögreglunnar kom fram að skjalið og þau gögn sem útgáfa þess byggði á hafi ekki verið varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins og að embættið hafi ekki upplýsingar um forsendur afgreiðslunnar. Aldís Schram kærði Hörð Jóhannesson fyrir vottorð sem hann veitti Jóni Baldvin þess efnis að foreldrar Aldísar hafi aldrei kallað til lögreglu hennar vegna. Hörður Jóhannesson hefur látið af störfum hjá lögreglunni. Aldís hefur kært Hörð til héraðssaksóknara fyrir að hafa afhent föður sínum skjalið, eða vottorðið eins og Aldís nefnir skjalið. Með hliðsjón af því er að mati Persónuverndar ekki unnt að líta svo á að vinnsla persónuupplýsinga kvartanda í umrætt sinn hafi farið fram á grundvelli heimildar. Fólk verði að geta treyst lögreglu Þá telur Persónuvernd verða að leggja til grundvallar að einstaklingar megi almennt treysta því að upplýsingum sem lögregla skráir um verkefni sem hún sinnir vegna þeirra verði ekki miðlað til óviðkomandi aðila. Þar sem embætti lögreglustjóra hafi miðlað umræddum upplýsingum um kvartanda án heimildar hafi embættið ekki unnið upplýsingarnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti gagnvart Aldísi. „Fyrsti sigurinn unninn“ segir Aldís í færslu á Facebook. Jón Baldvin hefur stefnt henni fyrir meiðyrði vegna orða sem hún lét falla í útvarpsþætti á Rás 2 í janúar í fyrra. Aldís fullyrti í Morgunútvarpinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Deilur fyrir dómstólum Ríkisútvarpinu og Sigmari Guðmundssyni, umsjónarmanni þáttarins, er sömuleiðis stefnt af ráðherranum fyrrverandi. Þá lýsti Aldís því í þættinum að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir kynferðislega áreitni gagnvart annarri konu. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lögreglan Persónuvernd Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Þetta eru ummælin sem Jón Baldvin stefnir Aldísi og RÚV fyrir Jón Baldvin Hannibalsson gerir enga fjárkröfu í stefnu á hendur dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Hann krefst þess einfaldlega að tíu ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snúa að ásökunum um barnaníð, ólögmæta frelsissviptingu og sifjaspjell. 28. júní 2019 11:47 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31
Þetta eru ummælin sem Jón Baldvin stefnir Aldísi og RÚV fyrir Jón Baldvin Hannibalsson gerir enga fjárkröfu í stefnu á hendur dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Hann krefst þess einfaldlega að tíu ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snúa að ásökunum um barnaníð, ólögmæta frelsissviptingu og sifjaspjell. 28. júní 2019 11:47
Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06
Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga. 13. febrúar 2019 10:07
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52