Telur tímann kominn til að byggja upp aðra borg á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 11:01 Er Akureyri borg eða bær? Vísir/Vilhelm Vinna við að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar hefst á næstu vikum. Skipaður hefur verið verkefnahópur sem meðal annars á skoða borgarhlutverk Akureyrar. Einn af fulltrúm Akureyrarbæjar í verkefnahópnum segir tíma til kominn að pólitíska ákvörðun um að byggja upp tvær borgir hér á landi. Eitt af áherslumálum í sóknaráæætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024 er að mótuð verði borgarstefna fyrir Akureyri og að svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýlið utan stórhöfuðborgarsvæðisins verði skilgreint. Í síðasta mánuði óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eftir því að skipaður yrði verkefnahópur sem skilgreina á þetta hlutverk. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem fram koma annars vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um allt land að skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta, auk þess sem fram kemur í fyrrgreindri sóknaráætlun Norðurlands eystra. „Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því sambandi og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma, segir í bréfi frá ráðuneytinu til þeirra sem skipa fulltrúa í hópinn. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var skipuð í hópinn fyrir hönd Akureyrarbæjar ásamt Ásthildi Sturludóttir bæjarsjóra bæjarins. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings sitja í hópnum fyrir hönd SSNE, samtaka. Ekki glæný umræða Umræða um hvort að Akureyri eigi að skilgreina sig sem borg hefur skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Árið 2015 var haldið málþing í Háskólanum á Akureyri þar sem fjallað var um hvort skilgreina ætti Akureyri sem borg eða bæ. Umræðan hefur svo skotið upp kollinum á ný á undanförnum dögum eftir að verkefnahópurinn var skipaður. Þá vakti athygli að Samfylkingin kynnti hugmyndir um að skilgreina Akureyri sem borg og endursemja í kjölfarið við sveitarfélagið um réttindi þess og skyldur, sem hluti af aðgerðaráætlun sem flokkurinn kynnti á dögunum. Menningarhúsið Hof.Vísir/Vilhelm En hvað þýðir það að Akureyri verði skilgreind sem borg? „Í gamla daga var talað um borgir ef það var dómkirkja þar. Núna lítum við á borgir sem miðstöðvar opinberrar starfsemi, fjármála, heilbrigðisþjónustu og svo framvegis og hafi þar með í rauninni einhverjar skyldur gagnvart minni byggðarlögum á þeirra áhrifasvæði. Það er svolítið það sem við erum að horfa til,“ segir Hilda Jana í samtali við Vísi. Vísar hún í að ekki sé endilega til nein algild skilgreining á hvað nákvæmlega það felur í sér að vera borg. Bent hefur verið á að íbúafjöldi sé ekki endilega heppilegasti mælikvarði á hvort að tiltekið bæjarfélag sé borg eða ekki, það sé ef til vill frekar, eins og Hilda Jana bendir á, það hlutverk sem bærinn gegnir gagnvart öðrum á eigin áhrifasvæði. Nefnir Hilda Jana að hún finni sterkt fyrir því frá sveitarfélögunum í kringum Akureyri og víðar, að kjörnir fulltrúar á Akureyri berjist fyrir því að fá aukna þjónustu til Akureyrar. „Ég man ég fór á íbúafund í Þórshöfn og þar voru sveitarstjórnarfulltrúar að hvetja okkur til að berjast fyrir meiri heilbrigðisþjónustu, til dæmis augnlækni, svo að þau þyrftu ekki að fara alla leið til Reykjavíkur til að sækja þjónustu,“ segir Hilda Jana. Allt sem er í Reykjavík verður ekki á Akureyri Vinna hópsins á því að skilgreina hvert sé svæðisbundið hlutverk Akureyrar. Hilda Jana Gísladóttir „Það er útópískt að halda að allt sem sé í Reykjavík verði á Akureyri en það er að sama skapi kannski óraunhæft að segja að það verði allt á Þórshöfn sem er á Akureyri. Þetta snýst svolítið um það hjá okkur að skilgreina, í hverju felast þessar skyldur og ábyrgð, fyrir hverja, til hvers ætlast aðrir af Akureyri, hvert er þjónustusvæðið,“ segir Hilda Jana. Segja má að Akureyri gegni þessu hlutverki nú þegar gagnvart sveitarfélögunum í kring á óformlegan hátt. Sjúkrahúsið á Akureyri er miðstöð heilbrigðissþjónustu á svæðinu. Nemendur frá öllu Norðurlandi streyma í bæinn ár hvert til þess að stunda nám við Háskólann á Akureyri og framhaldsskólana tvo. Í bænum eru fjölmargar verslanir, söfn, stofnanir og aðrir innviðir sem nýtast íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og svona mætti áfram telja. Alvöru pólitísk ákvörðun um að byggja upp svæði Hilda Jana vísar í velheppnaðar byggðaaðgerðir á Norðurlöndunum þar sem ákvörðun var tekin um að byggja upp bæi á norðlægum slóðum sem borgir, vísar hún þar sérstaklega í Tromsö í Noregi og Oulu í Finnlandi. „Okkur langar að horfa til vel heppnaðra byggðaaðgerða á Norðurlöndunum þar sem tekin er alvöru pólitísk ákvörðun um að byggja upp svæði samanborið við að það að ætla bara að grípa inn í byggðaþróun þegar aðstæðurnar eru í rauninnibr orðnar ferlegar, í formi til dæmis brothættra byggða.“ Miðbærinn á blíðviðrisdegi.Vísir/Vilhelm „Við sjáum til dæmis það víða um heiminn að þar sem ákveðnir innviðir eru fyrir hendi, ekkert endilega allir, en ákveðnir innviðir auka lífsgæði í radíus í kringum sig.“ Í fyrrgreindri sóknaráætlun er einmitt nefnt að Borgarstefna, að Akureyri verði skilgreind sem borg, og aðgerðaáætlun sem framfylgt yrði myndi ekki einungis styrkja Akureyri heldur einnig byggðarlögin á stóru svæði frá Norðurlandi vestra til Austurlands. „Aukin þjónusta og slagkraftur á Akureyri myndi þýða betri þjónustu við íbúa landshlutans, auðvelda þjónustusókn þangað. Íbúar svæðisins gætu sótt þjónustu til Akureyrar sem Þeir þurfa nú að sækja á höfuðborgarsvæðið. Þannig myndi efling Akureyrar styrkja byggð á stóru landssvæði og auka lífsgæði íbúanna. Má í því samhengi nefna millilandaflug, heilbrigðisþjónustu, menningarviðburði og margt fleira.“ Hún nefnir þó sérstaklega að þessi vinna sé ekki sérverkefni ríkisins og Akureyrarbæjar til þess þess eins að efla póstnúmer 600 og 603. Hlutverk verkefnahópsins sé að „horfa ekki út frá sérhagsmunum Akureyrar heldur landsins og síðan hagsmunum svæðisins. Að þetta sé hugsað í heildarsamhengi. Þess vegna er svo frábært að þarna eru sveitarstjórar Fjallabyggðar, Norðurþings og Akureyrar,“ að sögn Hildu Jönu. Ráðhúsið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Kominn tími á næsta skref Gert er ráð fyrir að verkefnahópurinn skili tillögum og greinargerð eigi síðar en í júlí á næsta ári en með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og fleiri, eftir atvikum. Fyrsti fundurinn er framundan og segir Hilda Jana að verkefnið sé því á frumstigum. „Upplifun mín núna er að það sé kominn tími á næsta skref og segja: Við ætlum að byggja upp tvær borgir á Íslandi á sitt hvorum helmingi landsins sem að veita ákveðna valkosti en styðja við nærliggjandi svæði.“ Akureyri Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Vinna við að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar hefst á næstu vikum. Skipaður hefur verið verkefnahópur sem meðal annars á skoða borgarhlutverk Akureyrar. Einn af fulltrúm Akureyrarbæjar í verkefnahópnum segir tíma til kominn að pólitíska ákvörðun um að byggja upp tvær borgir hér á landi. Eitt af áherslumálum í sóknaráæætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024 er að mótuð verði borgarstefna fyrir Akureyri og að svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýlið utan stórhöfuðborgarsvæðisins verði skilgreint. Í síðasta mánuði óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eftir því að skipaður yrði verkefnahópur sem skilgreina á þetta hlutverk. Hópurinn hefur það hlutverk að meta hvernig hægt er að haga samstarfi ríkis og sveitarfélaga um þau áhersluatriði sem fram koma annars vegar í byggðaáætlun um sjálfbæra þróun byggða um allt land að skilgreindir verði meginkjarnar í hverjum landshluta, auk þess sem fram kemur í fyrrgreindri sóknaráætlun Norðurlands eystra. „Mikilvægt er að draga saman þær áskoranir sem Akureyrarbær sem stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborgarsvæðisins stendur frammi fyrir, afla upplýsinga sem skipta máli í því sambandi og leiða saman lykilaðila til að ræða mögulega stefnumótun og aðgerðir til lengri og skemmri tíma, segir í bréfi frá ráðuneytinu til þeirra sem skipa fulltrúa í hópinn. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var skipuð í hópinn fyrir hönd Akureyrarbæjar ásamt Ásthildi Sturludóttir bæjarsjóra bæjarins. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings sitja í hópnum fyrir hönd SSNE, samtaka. Ekki glæný umræða Umræða um hvort að Akureyri eigi að skilgreina sig sem borg hefur skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Árið 2015 var haldið málþing í Háskólanum á Akureyri þar sem fjallað var um hvort skilgreina ætti Akureyri sem borg eða bæ. Umræðan hefur svo skotið upp kollinum á ný á undanförnum dögum eftir að verkefnahópurinn var skipaður. Þá vakti athygli að Samfylkingin kynnti hugmyndir um að skilgreina Akureyri sem borg og endursemja í kjölfarið við sveitarfélagið um réttindi þess og skyldur, sem hluti af aðgerðaráætlun sem flokkurinn kynnti á dögunum. Menningarhúsið Hof.Vísir/Vilhelm En hvað þýðir það að Akureyri verði skilgreind sem borg? „Í gamla daga var talað um borgir ef það var dómkirkja þar. Núna lítum við á borgir sem miðstöðvar opinberrar starfsemi, fjármála, heilbrigðisþjónustu og svo framvegis og hafi þar með í rauninni einhverjar skyldur gagnvart minni byggðarlögum á þeirra áhrifasvæði. Það er svolítið það sem við erum að horfa til,“ segir Hilda Jana í samtali við Vísi. Vísar hún í að ekki sé endilega til nein algild skilgreining á hvað nákvæmlega það felur í sér að vera borg. Bent hefur verið á að íbúafjöldi sé ekki endilega heppilegasti mælikvarði á hvort að tiltekið bæjarfélag sé borg eða ekki, það sé ef til vill frekar, eins og Hilda Jana bendir á, það hlutverk sem bærinn gegnir gagnvart öðrum á eigin áhrifasvæði. Nefnir Hilda Jana að hún finni sterkt fyrir því frá sveitarfélögunum í kringum Akureyri og víðar, að kjörnir fulltrúar á Akureyri berjist fyrir því að fá aukna þjónustu til Akureyrar. „Ég man ég fór á íbúafund í Þórshöfn og þar voru sveitarstjórnarfulltrúar að hvetja okkur til að berjast fyrir meiri heilbrigðisþjónustu, til dæmis augnlækni, svo að þau þyrftu ekki að fara alla leið til Reykjavíkur til að sækja þjónustu,“ segir Hilda Jana. Allt sem er í Reykjavík verður ekki á Akureyri Vinna hópsins á því að skilgreina hvert sé svæðisbundið hlutverk Akureyrar. Hilda Jana Gísladóttir „Það er útópískt að halda að allt sem sé í Reykjavík verði á Akureyri en það er að sama skapi kannski óraunhæft að segja að það verði allt á Þórshöfn sem er á Akureyri. Þetta snýst svolítið um það hjá okkur að skilgreina, í hverju felast þessar skyldur og ábyrgð, fyrir hverja, til hvers ætlast aðrir af Akureyri, hvert er þjónustusvæðið,“ segir Hilda Jana. Segja má að Akureyri gegni þessu hlutverki nú þegar gagnvart sveitarfélögunum í kring á óformlegan hátt. Sjúkrahúsið á Akureyri er miðstöð heilbrigðissþjónustu á svæðinu. Nemendur frá öllu Norðurlandi streyma í bæinn ár hvert til þess að stunda nám við Háskólann á Akureyri og framhaldsskólana tvo. Í bænum eru fjölmargar verslanir, söfn, stofnanir og aðrir innviðir sem nýtast íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og svona mætti áfram telja. Alvöru pólitísk ákvörðun um að byggja upp svæði Hilda Jana vísar í velheppnaðar byggðaaðgerðir á Norðurlöndunum þar sem ákvörðun var tekin um að byggja upp bæi á norðlægum slóðum sem borgir, vísar hún þar sérstaklega í Tromsö í Noregi og Oulu í Finnlandi. „Okkur langar að horfa til vel heppnaðra byggðaaðgerða á Norðurlöndunum þar sem tekin er alvöru pólitísk ákvörðun um að byggja upp svæði samanborið við að það að ætla bara að grípa inn í byggðaþróun þegar aðstæðurnar eru í rauninnibr orðnar ferlegar, í formi til dæmis brothættra byggða.“ Miðbærinn á blíðviðrisdegi.Vísir/Vilhelm „Við sjáum til dæmis það víða um heiminn að þar sem ákveðnir innviðir eru fyrir hendi, ekkert endilega allir, en ákveðnir innviðir auka lífsgæði í radíus í kringum sig.“ Í fyrrgreindri sóknaráætlun er einmitt nefnt að Borgarstefna, að Akureyri verði skilgreind sem borg, og aðgerðaáætlun sem framfylgt yrði myndi ekki einungis styrkja Akureyri heldur einnig byggðarlögin á stóru svæði frá Norðurlandi vestra til Austurlands. „Aukin þjónusta og slagkraftur á Akureyri myndi þýða betri þjónustu við íbúa landshlutans, auðvelda þjónustusókn þangað. Íbúar svæðisins gætu sótt þjónustu til Akureyrar sem Þeir þurfa nú að sækja á höfuðborgarsvæðið. Þannig myndi efling Akureyrar styrkja byggð á stóru landssvæði og auka lífsgæði íbúanna. Má í því samhengi nefna millilandaflug, heilbrigðisþjónustu, menningarviðburði og margt fleira.“ Hún nefnir þó sérstaklega að þessi vinna sé ekki sérverkefni ríkisins og Akureyrarbæjar til þess þess eins að efla póstnúmer 600 og 603. Hlutverk verkefnahópsins sé að „horfa ekki út frá sérhagsmunum Akureyrar heldur landsins og síðan hagsmunum svæðisins. Að þetta sé hugsað í heildarsamhengi. Þess vegna er svo frábært að þarna eru sveitarstjórar Fjallabyggðar, Norðurþings og Akureyrar,“ að sögn Hildu Jönu. Ráðhúsið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Kominn tími á næsta skref Gert er ráð fyrir að verkefnahópurinn skili tillögum og greinargerð eigi síðar en í júlí á næsta ári en með hópnum munu einnig starfa sérfræðingar frá ráðuneytinu, SSNE, Byggðastofnun, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og fleiri, eftir atvikum. Fyrsti fundurinn er framundan og segir Hilda Jana að verkefnið sé því á frumstigum. „Upplifun mín núna er að það sé kominn tími á næsta skref og segja: Við ætlum að byggja upp tvær borgir á Íslandi á sitt hvorum helmingi landsins sem að veita ákveðna valkosti en styðja við nærliggjandi svæði.“
Akureyri Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira