Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 18:58 Kennarinn starfaði við Breiðholtsskóla og óskaði eftir því að halda áfram störfum eftir sjötugt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum. Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira
Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum.
Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira