Juventus dæmdur sigur í leiknum þar sem Napoli mætti ekki til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2020 22:45 Napoli mættu ekki á Allianz-völlinn þegar þeir áttu leik gegn Juventus þann 4. október. Filippo Alfero/Getty Þann 4. október áttu Juventus og Napoli að mætast á Allianz-vellinum í ítölsku úrvalsdeildinni. Gestirnir í Napoli mættu hins vegar aldrei til leiks en heilbrigðisyfirvöld borgarinnar bönnuðu liðinu að ferðast til Tórínó vegna kórónufaraldursins. Þrátt fyrir að vita að Napoli myndi ekki mæta til leiks þá mættu leikmenn Juventus út á völl og hituðu upp líkt og leik væri að ræða. Á endanum var leiknum aflýst 45 mínútum eftir að hann átti að fara fram. Nú hefur ítalska úrvalsdeildin ákveðið að dæma Juventus 3-0 sigur í málinu og taka jafnframt eitt stig af Napoli fyrir að mæta ekki til leiks. Ástæða þess að Napoli fékk ekki leyfi til að ferðast var sú að tveir leikmenn félagsins ásamt meðlimi í starfsliði þess greindust með kórónuveiruna skömmu áður. Piotr Zielinski og Eljif Elmas eru leikmennirnir sem um er ræðir. Napoli hafði vonast til þess að leiknum yrði einfaldlega frestað en nú hefur úrvalsdeildin ákveðið að refsa félaginu fyrir athæfið. Napoli hefur gefið í skyn að þeir muni áfrýja til alþjóða íþróttadómstólsins [CAS] sem og til hæstu íþróttayfirvalda á Ítalíu. Sigur Juventus þýðir að meistararnir fara nú upp í 4. sæti deildarinnar á meðan Napoli dettur niður í það áttunda. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega 4. október 2020 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Þann 4. október áttu Juventus og Napoli að mætast á Allianz-vellinum í ítölsku úrvalsdeildinni. Gestirnir í Napoli mættu hins vegar aldrei til leiks en heilbrigðisyfirvöld borgarinnar bönnuðu liðinu að ferðast til Tórínó vegna kórónufaraldursins. Þrátt fyrir að vita að Napoli myndi ekki mæta til leiks þá mættu leikmenn Juventus út á völl og hituðu upp líkt og leik væri að ræða. Á endanum var leiknum aflýst 45 mínútum eftir að hann átti að fara fram. Nú hefur ítalska úrvalsdeildin ákveðið að dæma Juventus 3-0 sigur í málinu og taka jafnframt eitt stig af Napoli fyrir að mæta ekki til leiks. Ástæða þess að Napoli fékk ekki leyfi til að ferðast var sú að tveir leikmenn félagsins ásamt meðlimi í starfsliði þess greindust með kórónuveiruna skömmu áður. Piotr Zielinski og Eljif Elmas eru leikmennirnir sem um er ræðir. Napoli hafði vonast til þess að leiknum yrði einfaldlega frestað en nú hefur úrvalsdeildin ákveðið að refsa félaginu fyrir athæfið. Napoli hefur gefið í skyn að þeir muni áfrýja til alþjóða íþróttadómstólsins [CAS] sem og til hæstu íþróttayfirvalda á Ítalíu. Sigur Juventus þýðir að meistararnir fara nú upp í 4. sæti deildarinnar á meðan Napoli dettur niður í það áttunda.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega 4. október 2020 20:46 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega 4. október 2020 20:46