Stórglæsilegur ferhyrndur hrútur á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2020 19:31 Höfðingi, sem er stórglæsilega ferhyrndur hrútur á Akranesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Það hæfir hrútnum Höfðingja vel að heita Höfðingi því hann er mikill Höfðingi heima að sækja enda mjög gæfur og með risa horn, sem vekja mikla athygli. Höfðingi, sem er ferhyrndur býr á Akranesi. Höfðingi býr í fjárhúsahverfinu á Akranesi þar sem nokkrir tómstunda bændur eru með kindurnar sínar. Hann unir sér vel innan um kindurnar, sem Elín Jónasdóttir á en dóttir hennar, Emelía Elín og barnabörnin hjálpa henni mikið með féð. Höfðingi er þriggja vetra, mjög gæfur og alltaf kurteis við kindurnar og þá sem að heimsækja hann. „Hann er mjög fallega hyrndur og bara og sjaldan sem maður sér eins hreinlegan ferhyrndan hrút,“ segir Elín. Elín Jónasdóttir á Akranesi á Höfðingja og er mjög stolt og ánægð með hann, ekki síst hvað hann er fallega ferhyrndur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Höfðingi vekur athygli allra, sem sjá hann. „Já, það hafa margir mjög mikinn áhuga á að taka myndir af honum og það er voðalega gaman að sjá myndir af honum hér á Akranes síðunni,“ segir Emelía Elín, sem segir að Höfðingi verið notaður á eitthvað af kindunum yfir fengitímann núna í desember. Emelía Elín og börnin hennarm þau Elín Björk Hafþórsdóttir og Benedikt Frans Hafþórsson, ásamt Höfðingja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Emelía segir að þær mægður séu með 27 kindur og þetta sé mjög gefandi áhugamál. „Þetta er rosalega skemmtilegt og líka mjög gefandi fyrir börnin til að læra á lífið, þau allavega vita að kjötið kemur ekki bara úr búðinni.“ Kollótt kind og Höfðingi með sín fjögur horn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En ætlar Emelía að gera eitthvað með hornin af Höfðingja þegar þar að kemur? „Já,, hann fer upp á vegg í stofunni, ég er búin að fá tilboð í hausinn á honum fyrir sjötíu þúsund krónur, hann verður sem sagt stoppaður upp þegar hans tími kemur og verður settur upp á veggheima hjá mér hér á Akranesi,“ segir Emelía Elín. Höfðingi og Emelía Elín ná mjög vel saman enda heimsækir hún hann daglega í fjárhúsið og gefur honum knús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Landbúnaður Dýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira