Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2020 22:32 Bandarísk F-15 orustuþota á fleygiferð í lágflugi yfir Akureyrarflugvelli í vikunni með afturbrennarann á rétt áður en hún fór í lóðrétt klifur upp í loftið yfir Pollinum. Skjáskot/Njáll Trausti Friðbertsson. Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30