Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2020 23:01 Júmbó-þotur Air Atlanta hafa meðal annars verið notaðar í pílagrímaflugi fyrir Saudia. Hér er TF-AAK í Surabaya í Indónesíu sumarið 2019 að taka pílagríma um borð á leið til hinnar heilögu borgar Mekka. Þessi sama vél var áður merkt Iron Maiden þegar hún ferjaði bresku rokkhljómsveitina um heiminn. Getty/Suyanto Putramudj. Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747: Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu Air Atlanta. Þoturnar verða rifnar í Bretlandi, á Cotswold-flugvelli í Kemble norðaustur af Bristol, í samvinnu við viðurkennt niðurrifsfyrirtæki, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Varahlutir verða þannig vottaðir og endurnýttir. Félagið hefur áður sent þangað til niðurrifs nokkrar af eldri 747-400 farþegavélum sínum, sem teknar hafa verið úr rekstri. Air Atlanta hefur einnig sinnt fraktflugi á Boeing 747 fyrir Saudi Arabian Airlines. Hér er TF-AMB á flugvellinum í Liege í Belgíu.Getty/Fabrizio Gandolfo. Fyrsta þotan í ferlinu núna verður TF-AAC og verður henni flogið til Cotswold á komandi dögum. Hinar vélarnar, sem fyrir liggur að endi starfsævina á næstu mánuðum, TF-AAD og TF-AAH, fylgja í kjölfarið eftir áramót. Áætlað er að niðurrifsferlið fyrir hverja vél geti tekið allt að 12 mánuði. TF-AAC var upphaflega smíðuð fyrir All Nippon Airways og bar þá japanskt skrásetningarnúmer. Hún flaug fyrst í febrúar árið 1999 en Air Atlanta eignaðist hana árið 2012. TF-AAD kom til Air Atlanta árið 2012 en hún var smíðuð fyrr Malaysia Airlines árið 1997. Yngsta þotan, TF-AAH, flaug fyrst árið 2002, einnig fyrir Malaysia Airlines, en komst í eigu Air Atlanta árið 2014. Boeing 747, júmbó-þotan, hefur verið sannkölluð drottning háloftanna undanfarna hálfa öld, en er óðum að hverfa úr notkun sem farþegaflugvél. Hún er þó talin eiga nokkra áratugi eftir sem fraktþota, enda enn í smíðum sem slík. Boeing á eftir að afgreiða á annan tug pantana, sem og tvær nýjar Air Force One fyrir Bandaríkjaforseta. Hér má fræðast um sögu Boeing 747:
Fréttir af flugi Boeing Air Atlanta Tengdar fréttir Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25
British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08