Meistaradeildin heldur áfram að rúlla á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls má finna þrjá leiki í beinni úr Meistaradeildinni í dag og kvöld.
Bayern Munchen, ríkjandi Evrópumeistarar, mæta Atletico Madrid á heimavelli en Meistaradeildarmessan hefur upphitun klukkan 18.30. Fyrsti leikur dagsins er þó leikur Real Madrid og Shaktar klukkan 16.55.
Einnig má finna aðra leiki á sportrásum Stöðvar 2. Liverpool mætir Ajax á útivelli en mikið er um meiðsli í herbúðum Bítlaborgarliðsins.
Að leikjum kvöldsins loknum má finna Meistaradeildarmörkin þar sem mörkin í öllum átta leikjum dagsins verða sýnd.
Úrvalsdeildin í eFótbolta er svo á dagskránni í kvöld en útsending hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 eSport. Rauðvín og Klakar með Steinda Jr. í aðalhluterki er svo í beinni klukkan 21.00.