James ekki með Everton um helgina eftir tæklingu Vans Dijk Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2020 07:00 James liggur óvígur eftir í leiknum um helgina þar sem hart var barist. Peter Byrne - Pool/Getty Images James Rodriguez verður væntanlega ekki í leikmannahópi Everton er liðið mætir Southampton um helgina í enska boltanum. Rodriguez meiddist í grannaslagnum gegn Liverpool um helgina en hann var ekki sá eini sem meiddist í leiknum þar sem hart var barist. Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita meiddist Virgil van Dijk einnig í leiknum eftir tæklingu Jordan Pickford en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við þá tæklingu. „Því miður átti James í vandræðum í leiknum. Hann lenti í tæklingu við Van Dijk í byrjun leiksins og ég held að hann verði ekki klár fyrir leikinn gegn Southampton,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton í dag. „Til að taka það fram þá erum við mjög leiðir yfir meiðslum Virgil van Dijk. Allir hér vona að hann nái sér sem fyrst.“ „Það var þessi árekstur við Pickford og Pickford kom of seint. Staðreyndin er hins vegar sú að enska úrvalsdeildin er mjög hröð og það er ekki erfitt að koma of seint.“ „Hann var ekki að reyna meiða Van Dijk og hann veit að Jordan er leiður yfir þessu,“ sagði sá Ítalski. Meiðsli James gætu þó gefið Gylfa Sigurðssyni möguleika á að koma inn í byrjunarlið Everton en Gylfi hefur spilað vel er hann hefur fengið tækifæri á þessari leiktíð. Carlo Ancelotti has confirmed James Rodiguez is out injured after the clash with Virgil van Dijk... https://t.co/fJEc0ilArH— SPORTbible (@sportbible) October 22, 2020 Tengdar fréttir Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 VAR-dómarinn í Bítlaborgarslagnum fær ekki að dæma um næstu helgi David Coote, sem er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, fær ekki að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. 20. október 2020 15:00 Pickford sleppur við refsingu fyrir tæklinguna á Van Dijk Enski landsliðsmarkvörðurinn sleppur við refsingu fyrir að tækla Virgil van Dijk í Bítlaborgarslagnum um helgina. 19. október 2020 12:01 Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Mark Clattenburg segir það hafa verið rétt hjá VAR að dæma Sadio Mané rangstæðan um helgina en að hann hefði viljað sjá dómara leiksins skoða aftur brotið hjá markverði Everton. Brotið endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk. 19. október 2020 09:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
James Rodriguez verður væntanlega ekki í leikmannahópi Everton er liðið mætir Southampton um helgina í enska boltanum. Rodriguez meiddist í grannaslagnum gegn Liverpool um helgina en hann var ekki sá eini sem meiddist í leiknum þar sem hart var barist. Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita meiddist Virgil van Dijk einnig í leiknum eftir tæklingu Jordan Pickford en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við þá tæklingu. „Því miður átti James í vandræðum í leiknum. Hann lenti í tæklingu við Van Dijk í byrjun leiksins og ég held að hann verði ekki klár fyrir leikinn gegn Southampton,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton í dag. „Til að taka það fram þá erum við mjög leiðir yfir meiðslum Virgil van Dijk. Allir hér vona að hann nái sér sem fyrst.“ „Það var þessi árekstur við Pickford og Pickford kom of seint. Staðreyndin er hins vegar sú að enska úrvalsdeildin er mjög hröð og það er ekki erfitt að koma of seint.“ „Hann var ekki að reyna meiða Van Dijk og hann veit að Jordan er leiður yfir þessu,“ sagði sá Ítalski. Meiðsli James gætu þó gefið Gylfa Sigurðssyni möguleika á að koma inn í byrjunarlið Everton en Gylfi hefur spilað vel er hann hefur fengið tækifæri á þessari leiktíð. Carlo Ancelotti has confirmed James Rodiguez is out injured after the clash with Virgil van Dijk... https://t.co/fJEc0ilArH— SPORTbible (@sportbible) October 22, 2020
Tengdar fréttir Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 VAR-dómarinn í Bítlaborgarslagnum fær ekki að dæma um næstu helgi David Coote, sem er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, fær ekki að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. 20. október 2020 15:00 Pickford sleppur við refsingu fyrir tæklinguna á Van Dijk Enski landsliðsmarkvörðurinn sleppur við refsingu fyrir að tækla Virgil van Dijk í Bítlaborgarslagnum um helgina. 19. október 2020 12:01 Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Mark Clattenburg segir það hafa verið rétt hjá VAR að dæma Sadio Mané rangstæðan um helgina en að hann hefði viljað sjá dómara leiksins skoða aftur brotið hjá markverði Everton. Brotið endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk. 19. október 2020 09:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31
VAR-dómarinn í Bítlaborgarslagnum fær ekki að dæma um næstu helgi David Coote, sem er ekki í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool, fær ekki að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. 20. október 2020 15:00
Pickford sleppur við refsingu fyrir tæklinguna á Van Dijk Enski landsliðsmarkvörðurinn sleppur við refsingu fyrir að tækla Virgil van Dijk í Bítlaborgarslagnum um helgina. 19. október 2020 12:01
Clattenburg segir það bull að dómarinn hafi ekki mátt reka Pickford af velli Mark Clattenburg segir það hafa verið rétt hjá VAR að dæma Sadio Mané rangstæðan um helgina en að hann hefði viljað sjá dómara leiksins skoða aftur brotið hjá markverði Everton. Brotið endaði tímabilið hjá Virgil van Dijk. 19. október 2020 09:31
Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19