Lögreglan – okkar allra? Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 23. október 2020 15:30 Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun