Umboðsmaður Özil segir Arteta ljúga að stuðningsmönnum Arsenal Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2020 18:00 Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar. vísir/getty Erkut Sogut, umboðsmaður Mesut Özil, vandar Mikel Arteta, stjóra Arsenal, ekki kveðjurnar í viðtali við ESPN. Umbinn sakar Arteta um að ljúga að stuðningsmönnum Arsenal. Özil hefur ekki leikið fyrir Arsenal síðan í mars, hann er ekki í leikmannahópi liðsins í Evrópudeildinni og heldur ekki í leikmannahópnum í úrvalsdeildinni. Hann mun því í fyrsta lagi spila leik í janúar. „Stuðningsmenn Arsenal eiga skilið hreinskilna útskýringu frá Arteta. Ekki að hann segi að honum hafi mistekist með Özil. Þér mistókst ekki með Özil; þér mistókst að vera hreinskilinn, heiðarlegur og gegnsær og að meðhöndla leikmanninn með virðingu sem er á samning og hefur verið traustur allan tímann,“ sagði Erkut. „Allir vita að meðhöndlunin hans hefur ekki verið sanngjörn. Hann gaf honum ekki möguleika á að sýna sig á þessari leiktíð. Ef hann er enn á samningi þá ætti leikmaðurinn að fá möguleika á að berjast fyrir sætinu sinu.“ „Mesut hefur ekki verið gefinn þessi möguleiki. Afhverju varstu með leikmann á bekknum í 90 mínútur gegn Brighton og Crystal Palace í júní ef hann var ekki í formi eða er ekki klár? Allir sögðu að hann væri að æfa vel. Per Mertesacker sagði það opinberlega.“ Arsenal gaf út að ástæðan fyrir því að sá þýski væri fyrir utan hópinn væri af íþróttalegum ástæðum en umboðsmaðurinn gefur lítið fyrir þær útskýringar. „Ég talaði við minnst fimm samherja hans sem sögðu allir að hann væri að æfa mjög vel. Þeir sögðu að Mesut væri einn af besti leikmönnunum og þeir skildu ekki afhverju hann væri í kuldanum. Svo þetta er ekki æfingarlega séð, ekki á vellinum - svo hverjar eru fótboltalegu ástæðurnar? Ef þú ætlar að tala, segðu þá sannleikann því stuðningsmennirnir eiga ekki skilið neitt annað.“ Mesut Ozil's agent sensationally tells Mikel Arteta to stop LYING to Arsenal fans https://t.co/6OwxNPJb9R— MailOnline Sport (@MailSport) October 23, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Erkut Sogut, umboðsmaður Mesut Özil, vandar Mikel Arteta, stjóra Arsenal, ekki kveðjurnar í viðtali við ESPN. Umbinn sakar Arteta um að ljúga að stuðningsmönnum Arsenal. Özil hefur ekki leikið fyrir Arsenal síðan í mars, hann er ekki í leikmannahópi liðsins í Evrópudeildinni og heldur ekki í leikmannahópnum í úrvalsdeildinni. Hann mun því í fyrsta lagi spila leik í janúar. „Stuðningsmenn Arsenal eiga skilið hreinskilna útskýringu frá Arteta. Ekki að hann segi að honum hafi mistekist með Özil. Þér mistókst ekki með Özil; þér mistókst að vera hreinskilinn, heiðarlegur og gegnsær og að meðhöndla leikmanninn með virðingu sem er á samning og hefur verið traustur allan tímann,“ sagði Erkut. „Allir vita að meðhöndlunin hans hefur ekki verið sanngjörn. Hann gaf honum ekki möguleika á að sýna sig á þessari leiktíð. Ef hann er enn á samningi þá ætti leikmaðurinn að fá möguleika á að berjast fyrir sætinu sinu.“ „Mesut hefur ekki verið gefinn þessi möguleiki. Afhverju varstu með leikmann á bekknum í 90 mínútur gegn Brighton og Crystal Palace í júní ef hann var ekki í formi eða er ekki klár? Allir sögðu að hann væri að æfa vel. Per Mertesacker sagði það opinberlega.“ Arsenal gaf út að ástæðan fyrir því að sá þýski væri fyrir utan hópinn væri af íþróttalegum ástæðum en umboðsmaðurinn gefur lítið fyrir þær útskýringar. „Ég talaði við minnst fimm samherja hans sem sögðu allir að hann væri að æfa mjög vel. Þeir sögðu að Mesut væri einn af besti leikmönnunum og þeir skildu ekki afhverju hann væri í kuldanum. Svo þetta er ekki æfingarlega séð, ekki á vellinum - svo hverjar eru fótboltalegu ástæðurnar? Ef þú ætlar að tala, segðu þá sannleikann því stuðningsmennirnir eiga ekki skilið neitt annað.“ Mesut Ozil's agent sensationally tells Mikel Arteta to stop LYING to Arsenal fans https://t.co/6OwxNPJb9R— MailOnline Sport (@MailSport) October 23, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira