Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. október 2020 20:34 Joe Gomez og Jón Daði Böðvarsson í leik á Laugardalsvelli á dögunum. VÍSIR/GETTY Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir barnsins, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi þar sem hún lýsti grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Ekki stóð á viðbrögðunum en Jón Daði, leikmaður Millwall í ensku B-deildinni, er einn af þeim sem tjáði sig undir færslu Sigríðar á Facebook. #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 „Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir,“ skrifaði Jón Daði. „Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illum nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér.“ Framherjinn skrifaði drengnum ekki aðeins hvatningarorð heldur gaf hann honum einnig góð ráð. Þá segir hann að strákunum í landsliðinu þyki hann flottur og að hann sé hæfileikaríkur og flottur gæi. „Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppinautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir.“ „Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu,“ sagði Jón Daði enn fremur en færslu hans í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Færsla Jóns Daða í heild sinni: Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir 😉 Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér. Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir. Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu 👏🏻 Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig ❤️ Þinn félagi Jón Daði Böðvarsson Garðabær Fótbolti Börn og uppeldi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. Sigríður Elín Ásmundsdóttir, móðir barnsins, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi þar sem hún lýsti grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Ekki stóð á viðbrögðunum en Jón Daði, leikmaður Millwall í ensku B-deildinni, er einn af þeim sem tjáði sig undir færslu Sigríðar á Facebook. #Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já ,,Hatar þú Ólíver? ,,Já allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, October 22, 2020 „Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir,“ skrifaði Jón Daði. „Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illum nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér.“ Framherjinn skrifaði drengnum ekki aðeins hvatningarorð heldur gaf hann honum einnig góð ráð. Þá segir hann að strákunum í landsliðinu þyki hann flottur og að hann sé hæfileikaríkur og flottur gæi. „Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppinautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir.“ „Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu,“ sagði Jón Daði enn fremur en færslu hans í heild sinni má sjá hér að neðan. Fréttastofa reyndi að ná tali af skólastjórnendum við Sjálandsskóla. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu skólans að stjórnendur væru á fundi hjá sveitarfélaginu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum Sjálandsskóla og stjórnendum á fræðslusviði Garðabæjar er fullyrt að einelti sé tekið alvarlega og lögð áhersla á að leysa slík mál. Skólinn geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Færsla Jóns Daða í heild sinni: Hæ Ólíver. Hvað segiru félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri. Ég var líka alltaf í boltanum. Þannig að það má segja að við séum kannski smá líkir 😉 Þegar ég var á sama stað og þú hvað eineltið varðar, þá leið mér heldur ekki vel. Ég var kallaður öllum illu nöfnum og allskonar ljótum athugasemdum voru hreytt í mig. EN ég minnti sjálfann mig á eitt. Strákarnir sem lögðu mig í einelti, þeim leið SJÁLFUM illa. Sennilega verr en mér. Ég fókusaði bara á mig. Varð minn eigin keppnisnautur og vildi gera það besta sem ég gat gert úr MÉR og ekki pæla í því hvað öðrum finnst. Og veistu.. meirihlutinn af þessum strákum sem lögðu mig í einelti eru ekkert merkilegir í dag og urðu að engu sjálfir. Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu 👏🏻 Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig ❤️ Þinn félagi Jón Daði Böðvarsson
Garðabær Fótbolti Börn og uppeldi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira