Lyklafrumvarp: Vörn fyrir heimilin Ólafur Ísleifsson skrifar 25. október 2020 13:30 Lyklafrumvarpið felur í sér að hafi fólk látið fasteignina af hendi verður það ekki krafið um meira. Skilar lyklunum og gengur út. Í liðinni viku mælti ég á Alþingi í þriðja sinn fyrir lyklafrumvarpi en slík frumvörp hafa verið lögð fram a.m.k. sjö sinnum á undanförnum árum. Allir þingmenn Miðflokksins standa að baki frumvarpinu sem meðflutningsmenn. Er lyklafrumvarpinu teflt fram sem einu af forgangsmálum Miðflokksins á Alþingi og miðar að því að reisa vörn í þágu neytenda á íbúðalánamarkaði. Frumvarpið er lagt fram að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna. Vörn fyrir heimilin Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda nýja lausn. Fyrirbyggja þarf að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átti sér stað eftir hrunið 2008. Reynslan talar sínu máli: Tíu til fimmtán þúsund fjölskyldur voru hraktar af heimilum sínum og reknar út á götu. Foreldrar máttu leiða börnin sér við hönd út af heimilum sínum tugþúsundum saman, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjöld. Þrjú þúsund manns hafa verið gerð gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsunda. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, gengu hart að fólki fyrir utan öll jakkafötin. Þrátt fyrir þetta hefur verið fátt um varnir í þágu heimilanna. Vart er við því að búast að úrræðaleysið sem blasti við fólki eftir hrun og sinnuleysi um hag heimila og fjölskyldna hafi eflt traust á Alþingi og stjórnvöldum. Nýtt úrræði Með lyklafrumvarpinu er farin að nokkru leyti ný leið við útfærslu með hliðsjón af nýlegri lagaþróun. Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Nú er gerð sú krafa í lögum um fasteignalán til neytenda, að bjóða verði önnur úrræði áður en krafist er nauðungarsölu. Þá er líklegt að allt annað sé fullreynt og verður að miða við, að þá liggi fyrir það mat lánveitanda að neytandi hafi ekki fyrirsjáanlega greiðslugetu til að standa undir þeim skuldbindingum sem á húsnæði hans hvíla. Í slíkum tilvikum er óhætt að álykta að skilyrði greiðsluaðlögunar séu sjálfkrafa uppfyllt hvað varðar niðurfellingu veðskulda umfram verðmæti fasteignar. Er þá eðlilegt að eftirstandandi veðskuldir falli niður í kjölfar nauðungarsölu á fasteign neytanda. Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði eins konar efndaígildi (l. datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði eru þekkt í ýmsum löndum. Markmið lyklafrumvarpsins Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi hina veðsettu fasteign að baki láninu og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úrræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánaviðskiptum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Áhætta er jöfnuð milli aðila og ætti það að hvetja til vandaðri lánastarfsemi og upplýsingagjafar til neytenda. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samningaleið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út án eftirmála. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lyklafrumvarpið felur í sér að hafi fólk látið fasteignina af hendi verður það ekki krafið um meira. Skilar lyklunum og gengur út. Í liðinni viku mælti ég á Alþingi í þriðja sinn fyrir lyklafrumvarpi en slík frumvörp hafa verið lögð fram a.m.k. sjö sinnum á undanförnum árum. Allir þingmenn Miðflokksins standa að baki frumvarpinu sem meðflutningsmenn. Er lyklafrumvarpinu teflt fram sem einu af forgangsmálum Miðflokksins á Alþingi og miðar að því að reisa vörn í þágu neytenda á íbúðalánamarkaði. Frumvarpið er lagt fram að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna. Vörn fyrir heimilin Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda nýja lausn. Fyrirbyggja þarf að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átti sér stað eftir hrunið 2008. Reynslan talar sínu máli: Tíu til fimmtán þúsund fjölskyldur voru hraktar af heimilum sínum og reknar út á götu. Foreldrar máttu leiða börnin sér við hönd út af heimilum sínum tugþúsundum saman, rétt eins og hér hefðu átt sér stað stórfelldar náttúruhamfarir eða styrjöld. Þrjú þúsund manns hafa verið gerð gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsunda. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, gengu hart að fólki fyrir utan öll jakkafötin. Þrátt fyrir þetta hefur verið fátt um varnir í þágu heimilanna. Vart er við því að búast að úrræðaleysið sem blasti við fólki eftir hrun og sinnuleysi um hag heimila og fjölskyldna hafi eflt traust á Alþingi og stjórnvöldum. Nýtt úrræði Með lyklafrumvarpinu er farin að nokkru leyti ný leið við útfærslu með hliðsjón af nýlegri lagaþróun. Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Nú er gerð sú krafa í lögum um fasteignalán til neytenda, að bjóða verði önnur úrræði áður en krafist er nauðungarsölu. Þá er líklegt að allt annað sé fullreynt og verður að miða við, að þá liggi fyrir það mat lánveitanda að neytandi hafi ekki fyrirsjáanlega greiðslugetu til að standa undir þeim skuldbindingum sem á húsnæði hans hvíla. Í slíkum tilvikum er óhætt að álykta að skilyrði greiðsluaðlögunar séu sjálfkrafa uppfyllt hvað varðar niðurfellingu veðskulda umfram verðmæti fasteignar. Er þá eðlilegt að eftirstandandi veðskuldir falli niður í kjölfar nauðungarsölu á fasteign neytanda. Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði eins konar efndaígildi (l. datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði eru þekkt í ýmsum löndum. Markmið lyklafrumvarpsins Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi hina veðsettu fasteign að baki láninu og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úrræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánaviðskiptum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta sé einhliða á hendi lántaka. Áhætta er jöfnuð milli aðila og ætti það að hvetja til vandaðri lánastarfsemi og upplýsingagjafar til neytenda. Sé örvænt um að önnur úrræði dugi, þar á meðal samningaleið, á fólk þann rétt að skila lyklunum og ganga út án eftirmála. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun