Heræfingar í háloftum Íslands Guttormur Þorsteinsson skrifar 26. október 2020 08:31 Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Guttormur Þorsteinsson Akureyrarflugvöllur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun