Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 20:12 Umsvif Icelandair á þessu ári eru umtalsvert minni en á því síðasta. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ Tekjur félagsins hafa dregist saman um 81 prósent frá síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í rekstri Icelandair Group. Þar segir að kórónuveirufaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á afkomu Icelandair Group. Þannig námu heildartekjur 14,1 milljarði króna og dragast tekjurnar saman um 81 prósent frá síðasta ári. Tekjur af fraktflutningi jukust um 16 prósent og eigið fé nam 49,7 milljörðum í lok ársfjórðungsins, eiginhlutfall var 26 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Mynd/Vísir Lausafjárstaða félagsins nam 55 milljörðum króna og þar af var handbært fé og lausafjárssjóðir að fjárhæð 31,5 milljarðar króna. Afkoma án tillits til greiðslu vaxta og skatta nam 471 milljón króna, samanborið við 11 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Endurflokkun eldsneytisvarna hafði jákvæð áhrif Eignfærsla tekjuskatts og endurflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mótaðila, höfðu jákvæð áhrif á hagnað félagsins sem nam 5,2 milljörðum króna, samanborið við 8,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2019. Félagið reiknar áfram með lágmarksstarfsemi næstu vikurnar en Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, nefnir það í tilkynningu frá félaginu að aðeins níu prósent af flugáætlun félagsins sé starfrækt, fjöldi farþega hafi dregist saman um 90 prósent. „Við gerum ráð fyrir að starfsemi félagsins verði áfram í lágmarki á næstu vikum. Við höfum hins vegar náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkt lausafjárstöðu félagsins til þess að geta komist í gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur. Við leggjum þó áherslu á að vera vel undirbúin til að bregðast hratt við um leið og aðstæður í heiminum batna og ferðatakmarkanir á Íslandi verða rýmkaðar,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. október kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason, forstjóri, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, kynna uppgjör þriðja ársfjórðungs og svara spurningum. Vefútsending frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fréttir af flugi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“ Tekjur félagsins hafa dregist saman um 81 prósent frá síðasta ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í rekstri Icelandair Group. Þar segir að kórónuveirufaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á afkomu Icelandair Group. Þannig námu heildartekjur 14,1 milljarði króna og dragast tekjurnar saman um 81 prósent frá síðasta ári. Tekjur af fraktflutningi jukust um 16 prósent og eigið fé nam 49,7 milljörðum í lok ársfjórðungsins, eiginhlutfall var 26 prósent. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Mynd/Vísir Lausafjárstaða félagsins nam 55 milljörðum króna og þar af var handbært fé og lausafjárssjóðir að fjárhæð 31,5 milljarðar króna. Afkoma án tillits til greiðslu vaxta og skatta nam 471 milljón króna, samanborið við 11 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Endurflokkun eldsneytisvarna hafði jákvæð áhrif Eignfærsla tekjuskatts og endurflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mótaðila, höfðu jákvæð áhrif á hagnað félagsins sem nam 5,2 milljörðum króna, samanborið við 8,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2019. Félagið reiknar áfram með lágmarksstarfsemi næstu vikurnar en Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, nefnir það í tilkynningu frá félaginu að aðeins níu prósent af flugáætlun félagsins sé starfrækt, fjöldi farþega hafi dregist saman um 90 prósent. „Við gerum ráð fyrir að starfsemi félagsins verði áfram í lágmarki á næstu vikum. Við höfum hins vegar náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkt lausafjárstöðu félagsins til þess að geta komist í gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur. Við leggjum þó áherslu á að vera vel undirbúin til að bregðast hratt við um leið og aðstæður í heiminum batna og ferðatakmarkanir á Íslandi verða rýmkaðar,“ er haft eftir Boga í tilkynningu frá félaginu. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 27. október kl. 8:30. Þar munu Bogi Nils Bogason, forstjóri, og Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, kynna uppgjör þriðja ársfjórðungs og svara spurningum. Vefútsending frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Fréttir af flugi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Tengdar fréttir Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. 16. október 2020 18:40
Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum. 8. október 2020 13:05