Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 19:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50