Dagskráin í dag: Enski, ítalski, spænski og golf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2020 06:01 Spánarmeistarar Real eru í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í dag. Alex Caparros/Getty Images Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Um að gera að hlýða Víði og koma sér vel fyrir á sófanum og njóta dagsins heima. Við sýnum alls sjö knattspyrnuleiki í beinni útsendingu í dag, frá Englandi, Ítalíu og Spáni. Þá eru tvær beinar útsendingar á Golfstöðinni. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn snemma en klukkan 12.50 hefst útsending frá leik Real Madrid og Huesca. Lærisveinar Zinedine Zidane unnu góðan sigur á Barcelona í síðustu umferð og því ætti smálið Huesca ekki að vera mikil mótstaða, eða hvað? Klukkan 16.50 þá færum við okkur til Ítalíu og fylgjumst með leik Inter Milan og Parma. Heimamenn verða að vinna ætli þeir sér að vera í toppbaráttunni á Ítalíu í vetur. Romelu Lukaku hefur hafið tímabilið af miklum krafti og aldrei að vita nema hann skori eitt eða fleiri mörk í dag. Klukkan 19.50 förum við svo aftur til Spánar og sjáum leik Alavés og Barcelona. Gestirnir frá Katalóníu unnu frábæran sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu í vikunni en þurfa að fara næla í stig heimafyrir. Stöð 2 Sport 4 Fyrir aðdáendur enska boltans sýnum við leik Bristol City og Norwich City í ensku B-deildinni klukkan 12.20. Kanarífuglarnir féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og stefna eflaust upp á nýjan leik. Bristol er alltaf nálægt því að komast í umspil en nær aldrei að klára dæmið. Breytist það í dag? Klukkan 15.05 er leikur Athletic Bilbao og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Að honum loknum er komið að ævintýrum Luis Suarez og Diego Costa með Atletico Madrid en lið þeirra heimsækir Osasuna kl. 17.20. Svo förum við til Ítalíu þar sem við sjáum leik Bologna og Cagliari. Golfstöðin Klukkan 10.00 hefst bein útsending frá Aphrodite Hills Cyprus Open-mótinu en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Stendur það yfir til 14.35. Klukkan 16.00 hefst svo Bermuda Championship-mótið sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá hvað er framundan í beinni. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Um að gera að hlýða Víði og koma sér vel fyrir á sófanum og njóta dagsins heima. Við sýnum alls sjö knattspyrnuleiki í beinni útsendingu í dag, frá Englandi, Ítalíu og Spáni. Þá eru tvær beinar útsendingar á Golfstöðinni. Stöð 2 Sport 2 Við hefjum leikinn snemma en klukkan 12.50 hefst útsending frá leik Real Madrid og Huesca. Lærisveinar Zinedine Zidane unnu góðan sigur á Barcelona í síðustu umferð og því ætti smálið Huesca ekki að vera mikil mótstaða, eða hvað? Klukkan 16.50 þá færum við okkur til Ítalíu og fylgjumst með leik Inter Milan og Parma. Heimamenn verða að vinna ætli þeir sér að vera í toppbaráttunni á Ítalíu í vetur. Romelu Lukaku hefur hafið tímabilið af miklum krafti og aldrei að vita nema hann skori eitt eða fleiri mörk í dag. Klukkan 19.50 förum við svo aftur til Spánar og sjáum leik Alavés og Barcelona. Gestirnir frá Katalóníu unnu frábæran sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu í vikunni en þurfa að fara næla í stig heimafyrir. Stöð 2 Sport 4 Fyrir aðdáendur enska boltans sýnum við leik Bristol City og Norwich City í ensku B-deildinni klukkan 12.20. Kanarífuglarnir féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og stefna eflaust upp á nýjan leik. Bristol er alltaf nálægt því að komast í umspil en nær aldrei að klára dæmið. Breytist það í dag? Klukkan 15.05 er leikur Athletic Bilbao og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Að honum loknum er komið að ævintýrum Luis Suarez og Diego Costa með Atletico Madrid en lið þeirra heimsækir Osasuna kl. 17.20. Svo förum við til Ítalíu þar sem við sjáum leik Bologna og Cagliari. Golfstöðin Klukkan 10.00 hefst bein útsending frá Aphrodite Hills Cyprus Open-mótinu en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Stendur það yfir til 14.35. Klukkan 16.00 hefst svo Bermuda Championship-mótið sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá hvað er framundan í beinni.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira