Ósvífni Arnór Steinn Ívarsson skrifar 3. nóvember 2020 14:00 Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Það er oft sagt að síðasti hálfvitinn (eða fávitinn, ætli það fari ekki eftir því hvern þú spyrð) sé ekki enn fæddur. Reglulega fær maður áminningu um þetta í hinum og þessum formum. Sumir bjóða sig fram í embætti en aðrir kjósa að kveikja á upptökunni á símanum sínum og sýna samfélagsmiðlum í beinni útsendingu. Það má ávallt setja spurningamerki við það sem stjórnvöld gera/segja. Það er alger hornsteinn lýðræðis. En þetta? Hvað er í gangi núna? Ég veit ekki um betri myndlíkingu yfir ósvífni, frekjuskap og yfirgangssemi Íslendinga heldur en fullorðið fólk (!!!) sem tekur sig til og skammar starfsfólk verslana fyrir hluti sem þau ráða bara ekki rassgat yfir. Já, já, ég veit, maður á aldrei að alhæfa. En ég ætla að alhæfa aðeins í þessum pistli. Af því að ég er að tala út frá minni reynslu og reynslu sem ég hef heyrt af. Ég vann þjónustustörf af ýmsu tagi í meira en sjö ár og fékk alls konar hegðun beint í andlitið. Frekjuskapur, skilningsleysi, dónaskapur og nafnaköll svo fátt eitt sé nefnt. Til að súmmera upp hvað Íslendingar eru upp til hópa fullkomlega glataðir viðskiptavinir þá brá mér alltaf jafn mikið þegar ég afgreiddi útlendinga, því þau buðu manni ekki bara góðann dag, heldur spurðu jafnvel hvernig maður hefði það. Ég var reglulega sleginn út af laginu af þessari kurteisi. Það var algjört einsdæmi ef Íslendingur heilsaði umfram „góðann dag“ áður en þau köstuðu á mann vandræðum sínum og bjuggust við skyndilausn. Þetta hefur ekki breyst, heldur þróast. Eftir að grímuskylda var sett á sýndu margir sitt sanna eðli. Nýlega hefur netheimurinn í eilífri visku sinni uppefnt þetta fólk Karen, góðum Karenum um heim allan til mikils ama. Þetta fólk tekur sig til og gólar yfir saklaust starfsfólk vegna þess að það þarf að vera með grímu. Það má ekki misskiljast eða gleymast að ég er að tala um fullorðið fólk. Margir hverjir sem vinna afgreiðslustörf eru á menntaskólaaldri. Fullorðið fólk á að vera leiðarvísir unga fólksins í einu og öllu. Unga fólkið á að læra um heiminn frá ykkur. Það á ekki að þurfa að standa og kinka kolli og biðjast afsökunar á meðan þið otið vísifingri að þeim og skammist. Ef þú nenntir að lesa svona langt þá skal ég taka saman í stuttu máli hvað ég er að meina. Ef þú ert ósátt/ur við ákvarðanir stjórnvalda um gang mála í sóttvörnum hér á Íslandi þá skaltu ekki fara í næstu verslun og vera með einhvern gjörning. Afgreiðslufólkið þar vinnur undir nógu andskoti miklu álagi fyrir. Það þarf ekki að einhver rasshaus með mikilmennskuheilkenni komi inn með yfirlýsingar og skammir. Farðu frekar út í fjöru og öskraðu á hafið. Eða út á land og öskraðu á sandinn. Slepptu því að tala við okkur hin, við nennum ekki að hlusta á svona andskotans væl. Afgreiðslufólk um allt land á þakkir skilið fyrir vel unnin störf í fullkomlega fáránlegum aðstæðum. Það á ekki skilið að einhver forréttindapési öskri á þau af því að hann er ósáttur við tillögur þríeykisins. Verið með grímu og hættum þessu kjaftæði. Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar