Tónlistarkonan Þórunn Antonía og fjölmiðlakonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir virtust skemmta sér vel á Hótel Rangá í gær og nótt.
Þórunn birtir nokkrar myndir og myndbönd á Instagram og fór augljóslega vel á þeim vinkonunum á hótelinu. Af myndunum að dæma eru afar fáir gestir á hótelinu enda tíu manna samkomubann á landinu og fólk beðið um að vera ekki á óþarfa flakki.
Ástæðan fyrir ferðinni var að Sigríður Elva átti 42 ára afmæli í gær og skelltu sér þær út að borða, í pottinn og var almenn gleði hjá vinkonunum eins og má sjá í stories hjá Þórunni á Instagram.
Þórunn Antonía, sem er búsett í Hveragerði, talar um það á Instagram að gott sé að slaka á inni á fínu hóteli í miðri gulri viðvörun. Svo vanti ekkert upp á allar sóttvarnir.
„Allar sóttvarnir eru til fyrirmyndar hér. Ég er búin að athuga málið,“ segir Þórunn með myndbandi sem hún birtir en hér að neðan má sjá færslur Þórunnar.