Metdagur í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 08:31 Olivier Verán, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir stöðuna grafalvarlega. Aurelien Meunier/Getty Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“ Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira