Stjórnarandstaðan segir nýtt kjarnorkuver Lúkasjenkó vopn gegn Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 12:27 Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, skoðar kjarnorkuverið í Astravets ásamt ráðgjöfum sínum og starfsmönnum versins. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir. Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir.
Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24