Versta tap Tom Brady á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Tom Brady gengur svekktur af velli í gær. Það gekk ekkert upp hjá honum í þessum leik á móti Saints. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020 NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira