Klara Ósk Elíasdóttir, betur þekkt sem Klara í Nylon, mætti í yfirheyrslu í Brennslunni á FM957 á dögunum og svaraði þar nokkrum skemmtilegum spurningum.
Hún myndi aldrei fá sér ost og kjöt á pítsu þar sem hún er vegan.
Klara ætlaði sér alltaf að verða söngkona alveg frá barnsaldri.
Ef hún gæti drepið einn sjónvarpskarakter í dag yrði það Donald Trump núverandi forseti Bandaríkjanna, en hans forsetatíð verður á enda í janúar.
Hún fær oft á tíðum martraðir og vakna oft upp sveitt.
Hennar helsti galli er: „Ég ofhugsa hlutina.“
Klara er nýflutt heim frá Los Angeles þar sem hún starfi í tónlist um áralangt skeið. Karla sagði frá því að hún hafi lent í eltihrelli.
„Þetta hefur verið vægt en hefur alveg gerst,“ sagði Klara í yfirheyrslunni.