Landvernd kveðst ekki bera ábyrgð á vegamálum á Vestfjörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. nóvember 2020 19:46 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Vísir/Egill Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. Í færslunni deilir Landvernd skjáskoti af frétt Vísis um flutningabíl sem valt á Hjallahálsi á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Í fréttinni var haft eftir Gísla Ásgeirssyni, eiganda og framkvæmdastjóra flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, að hann teldi réttast að færa Landvernd trukkinn, þar sem hann teldi samtökin bera ábyrgð á bágum akstursskilyrðum á veginum. Síðastliðið vor kærði Landvernd framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg, en í síðasta mánuði kom fram að framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, teldi að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. „Landvernd styður vegabætur á Vestfjörðum og eina ástæða þess að lagning nýs vegar hefur tafist er sú að Vegagerðin hefur þrjóskast við og ríghaldið í þá útfærslu vegarins sem er LANGVERST FYRIR UMHVERFIÐ,“ segir í færslu Landverndar, sem birt var í gær. Í færslunni segir einnig að Vegagerðin hafi „sannarlega [haft] úr öðrum möguleikum að velja heldur en því að eyðileggja svæði á náttúruminjaskrá og skóg sem nýtur náttúruverndarlaga.“ Nei nei nei! Landvernd ber EKKI ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka. Það gerir hins vegar...Posted by Landvernd umhverfisverndarsamtök on Monday, 9 November 2020 Vegagerðin hafi gengið langt Í samtali við fréttastofu ítrekaði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, það sem fram kom í færslunni og sagði Vegagerðina hafa ákveðið að velja þá leið sem verst væri fyrir umhverfið. „Við erum mjög öfundsjúk út í Vegagerðina að vera með svona góðan PR-fulltrúa sem getur skellt skuldinni af mistökum Vegagerðarinnar á pínulítil félagasamtök,“ segir Auður. Sjálf telur Auður að þær samgöngubætur sem best myndu henta á svæðinu væri svokölluð R-leið, sem felur í sér lagningu vegar í gegnum þéttbýli á Reykhólum. „Landvernd styður vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum, en það er ekki sama hvernig það er gert og við teljum að Vegagerðin hafi gengið mjög langt í því að fá það í gegn að fara þessa leið sem er verst fyrir umhverfið, þegar það er um aðrar leiðir að velja.“ Telur ummæli framkvæmdastjórans ósmekkleg Í fréttinni sem gagnrýni Landverndar snýr að kemur fram að framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, Gísli Ásgeirsson, teldi réttast að færa Landvernd trukkinn sem fór út af að gjöf. „Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði hann þá. Auður gerir athugasemd við þessi ummæli og telur þau ósmekkleg. „Mér finnst að við sem samfélag eigum að vera stíf á því að heimili fólks, sama hvaða starfi það gegnir, séu svolítið friðhelg. Við getum verið ósammála um næstum því allt en ég held að flestir geti verið sammála um það. Mér finnst þetta ekki smekklegt,“ segir Auður. Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafna því að þau beri ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka, og segja ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna. Í færslunni deilir Landvernd skjáskoti af frétt Vísis um flutningabíl sem valt á Hjallahálsi á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Í fréttinni var haft eftir Gísla Ásgeirssyni, eiganda og framkvæmdastjóra flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, að hann teldi réttast að færa Landvernd trukkinn, þar sem hann teldi samtökin bera ábyrgð á bágum akstursskilyrðum á veginum. Síðastliðið vor kærði Landvernd framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg, en í síðasta mánuði kom fram að framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir, teldi að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. „Landvernd styður vegabætur á Vestfjörðum og eina ástæða þess að lagning nýs vegar hefur tafist er sú að Vegagerðin hefur þrjóskast við og ríghaldið í þá útfærslu vegarins sem er LANGVERST FYRIR UMHVERFIÐ,“ segir í færslu Landverndar, sem birt var í gær. Í færslunni segir einnig að Vegagerðin hafi „sannarlega [haft] úr öðrum möguleikum að velja heldur en því að eyðileggja svæði á náttúruminjaskrá og skóg sem nýtur náttúruverndarlaga.“ Nei nei nei! Landvernd ber EKKI ábyrgð á því að vegir á Vestfjörðum haldi ekki bílum sem um þá aka. Það gerir hins vegar...Posted by Landvernd umhverfisverndarsamtök on Monday, 9 November 2020 Vegagerðin hafi gengið langt Í samtali við fréttastofu ítrekaði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, það sem fram kom í færslunni og sagði Vegagerðina hafa ákveðið að velja þá leið sem verst væri fyrir umhverfið. „Við erum mjög öfundsjúk út í Vegagerðina að vera með svona góðan PR-fulltrúa sem getur skellt skuldinni af mistökum Vegagerðarinnar á pínulítil félagasamtök,“ segir Auður. Sjálf telur Auður að þær samgöngubætur sem best myndu henta á svæðinu væri svokölluð R-leið, sem felur í sér lagningu vegar í gegnum þéttbýli á Reykhólum. „Landvernd styður vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum, en það er ekki sama hvernig það er gert og við teljum að Vegagerðin hafi gengið mjög langt í því að fá það í gegn að fara þessa leið sem er verst fyrir umhverfið, þegar það er um aðrar leiðir að velja.“ Telur ummæli framkvæmdastjórans ósmekkleg Í fréttinni sem gagnrýni Landverndar snýr að kemur fram að framkvæmdastjóri Aksturs og köfunar, Gísli Ásgeirsson, teldi réttast að færa Landvernd trukkinn sem fór út af að gjöf. „Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði hann þá. Auður gerir athugasemd við þessi ummæli og telur þau ósmekkleg. „Mér finnst að við sem samfélag eigum að vera stíf á því að heimili fólks, sama hvaða starfi það gegnir, séu svolítið friðhelg. Við getum verið ósammála um næstum því allt en ég held að flestir geti verið sammála um það. Mér finnst þetta ekki smekklegt,“ segir Auður.
Teigsskógur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Reykhólahreppur Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08