Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 23:53 Trump forseti hefur þagað þunnu hljóði um mikinn vöxt í kórónuveirufaraldrinum undanfarna daga. Þess í stað tístir hann af miklum móð um að kosningasigur hafi verið hafður af honum og bölsótast út í Fox-sjónvarpsstöðina. AP/Andrew Harnik Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Fleiri en 152.000 manns greindust smitaðir í Bandaríkjunum í dag og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þetta var sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met er slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi, að sögn Washington Post. Einnig var slegið met yfir fjölda innlagna á sjúkrahús vegna veirunnar, rúmlega 66.600 manns. Þrátt fyrir að faraldurinn, sem hefur valdið dauða fleiri en 240.000 Bandaríkjamanna til þessa, sé í örum vexti hefur Trump forseti nær algerlega kúplað sig út úr baráttunni við veiruna. Ráðgjafar hans segja AP-fréttastofunni að hann hafi lítinn áhuga sýnt á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Þess í stað er Trump gramur yfir kosningaúrslitunum og að lyfjarisinn Pfizer hafi ekki tilkynnt um framfarir í þróun bóluefnis fyrr en eftir kjördag. Forsetinn hefur ekkert tjáð sig um vöxt faraldursins undanfarna daga en heldur beint orku sinni í að saka Pfizer um að hafa haldið tíðindunum leyndum sem lið í samsæri gegn sér. Heilbrigðisstarfsmaður í bráðabirgðaskimunarmiðstöð í Brooklyn í New York. Ríkisstjórinn þar hefur skipað fyrir um hertar sóttvarnaaðgerðir frá og með morgundeginum vegna uppgangs faraldursins.AP/John Minchillo Ekki nóg að nýr forseti bjargi málunum Ríkisstjórn Trump hefur neitað að viðurkenna úrslit forsetakosninganna eða að vinna með Joe Biden, verðandi forseta, þvert á venjur við stjórnarskipti. Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. „Þetta er stórt vandamál. Stjórnarskiptin eiga sér ekki stað fyrr en í janúar og við erum í algeru neyðarástandi núna. Við vitum nú þegar hvert þetta stefnir. Það er ekki nógu gott að segja að við ætlum að bíða þar til nýr forseti tekur við með að bregðast við,“ segir Abraar Karan, lýðheilsusérfræðingur við Brigham and Women‘s-sjúkrahúsið í Boston og læknadeild Harvard-háskóla. Biden, verðandi forseti, á fundi með ráðgjafaráði sínu um faraldurinn á mánudag. Hann hefur heitið því að grípa til umfangsmikilla aðgerða þegar á fyrsta degi sem forseti í janúar.AP/Carolyn Kaster Enn sýkjast ráðgjafar forsetans Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Corey Lewandowski, ráðgjafi framboðs Trump og fyrrverandi kosningastjóri, greindist smitaður í dag og Richard Walters, starfsmannastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins, sömuleiðis. New York Times segir að Lewandowski og að minnsta kosti fjórir aðrir sem hafa greinst smitaðir, þar á meðal starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi verið viðstaddir kosningavöku forsetans í Hvíta húsinu. Hundruð manna komu þar saman í fleiri klukkustundir, margir þeirra grímulausir. Í heildina hafa nú að minnsta kosti tuttugu manns í ríkisstjórn Trump, framboði hans og nánasta hring greinst smitaðir af veirunni auk hans sjálfs.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent