Styttri vinnuvika en engin hlé? Garðar Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36. Þetta eru sannarlega breytingar sem marka tímamót og sem munu hafa mikil og góð áhrif á vinnumenningu okkar, heilsu og fjölskyldulíf. Meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr skilvirkni og gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Útfærsla styttingarinnar er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem allir vinna saman að góðri lausn fyrir sig og sinn vinnustað. Útfærslurnar eru margar og misjafnar en allar miða þær að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Í umræðunni um styttingu vinnuvikunnar hefur gætt ákveðins misskilnings þess efnis að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn í hálfgerðu akkorði, án hefðbundins matar- og kaffihlés. Þetta er ekki rétt og það vonast ég til að leiðréttist hér með. Meginmarkmiðið með breytingunum er að starfsfólk og stjórnendur finni leið til að skipuleggja vinnutímann betur. Hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Til þess að stytta vinnuvikuna niður í 36 tíma má hins vegar gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri úrfærslu sem gerir ráð fyrir að neysluhléin séu hluti af vinnutíma „á“ starfsmaðurinn ekki lengur sinn hádegismat. Þetta þýðir til dæmis að hann getur ekki farið af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta, en vinnuveitandi getur aldrei fellt þessi neysluhlé niður, starfsmaðurinn á rétt á hefðbundnum neysluhléum eftir sem áður. Markmiðið með breytingunum er ekki að auka streitu á vinnustaðnum heldur þvert á móti er þeim ætlað að móta streituminna umhverfi. Því hefur verið lögð mikil áhersla á að allir sem vinna að þessu mikilvæga verkefni vinni það í sameiningu. Það eru starfsmennirnir sem þekkja verkefnin best og þess vegna óhjákvæmilegt að þeir taki virkan þátt í því að ákveða hvernig styttingin verður og hvernig skipulagi vinnunnar og verkefnanna verður best við komið til þess að styttingin komi sem allra best út, bæði fyrir starfsmennina og vinnustaðinn. Það er krefjandi verkefni að undirbúa vinnutímabreytingar sem fela í sér fjögurra klukkustunda styttingu vinnuvikunnar en það er sannarlega til mikils að vinna fyrir starfsfólkið, vinnustaðinn og samfélagið í heild. Því er mikilvægt að vinna verkefnið í sameiningu og í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað, án þess að skerða matar- og kaffitíma, því það er hverjum starfsmanni nauðsyn að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Eins og áður sagði er eitt af markmiðum breytinganna það að bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það hefur bein áhrif á líðan starfsmanna en margir sem nú þegar hafa upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, nefna meðal annars að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að. Höfundur greinarinnar er varaformaður Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun