Skýrslan sýnir fram á brýna þörf fyrir nýjan spítala að mati forsætisráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. nóvember 2020 12:59 Katrín Jakobsdóttir, segir að harmleikurinn á Landakoti og skýrslan í framhaldinu sýna fram á brýna þörf fyrir uppbyggingu nýs sjúkrahúss. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti sýndi að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hefðu borist inn í húsnæðið með skömmu millibili. Þá leiddi hún í ljós að aðstæður og aðbúnaður væru ófullnægjandi. Nær engin loftræsting er til staðar sem bætti síðan gráu ofan á svart. Fréttastofa ræddi í morgun við fyrrverandi deildarstjóra á Landakoti, sem þekkir húsnæðið vel, sem sagði húsnæðið ekki á vetur setjandi og sá ekki fyrir sér að starfsemi geti áfram verið í húsnæðinu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hvort skýrslan sýndi ekki fram á ákveðna veikleika í heilbrigðiskerfinu hvað varðar umönnun eldra fólks. „Þessi skýrsla er náttúrulega innri úttekt Landspítalans og nú fer hún í það ferli að landlæknir tekur málið til skoðunar þannig að ég vil í fyrsta lagi segja að ég tel að þetta mál sé í hárréttu ferli og í öðru lagi sýnir þetta þörfina á því að reisa nýjan Landspítala. Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn setti þá framkvæmd af stað, það var forgangsatriði að koma henni af stað því það hefur lengi legið fyrir að endurnýja húsnæði.“ Skýrslan hafi að auki sýnt fram á að annars konar úrbóta sé þörf. „Síðan er ýmislegt annað sem þarna kemur fram sem sýnir að úrbóta er þörf sem Landspítalann mun taka á sem varða þá ýmis smærri atriði, sóttvarnarráðstafanir og fleira og ég held að það sé mikilvæt að við drögum lærdóm af þessu en minni líka á að málið, auðvitað, er áfram í ferli og verður tekið til þessarar skoðunar hjá landlækni.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að Landakotsmálið svokallaða sé komið í réttan farveg. Hún segir bráðabirgðaskýrslu um hópsýkinguna á Landskoti sýna fram á þá gríðarlegu þörf sem sé fyrir nýtt sjúkrahús. Bráðabirgðaskýrsla Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti sýndi að nokkrar sýkingar, að minnsta kosti þrjár, hefðu borist inn í húsnæðið með skömmu millibili. Þá leiddi hún í ljós að aðstæður og aðbúnaður væru ófullnægjandi. Nær engin loftræsting er til staðar sem bætti síðan gráu ofan á svart. Fréttastofa ræddi í morgun við fyrrverandi deildarstjóra á Landakoti, sem þekkir húsnæðið vel, sem sagði húsnæðið ekki á vetur setjandi og sá ekki fyrir sér að starfsemi geti áfram verið í húsnæðinu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun og spurði hvort skýrslan sýndi ekki fram á ákveðna veikleika í heilbrigðiskerfinu hvað varðar umönnun eldra fólks. „Þessi skýrsla er náttúrulega innri úttekt Landspítalans og nú fer hún í það ferli að landlæknir tekur málið til skoðunar þannig að ég vil í fyrsta lagi segja að ég tel að þetta mál sé í hárréttu ferli og í öðru lagi sýnir þetta þörfina á því að reisa nýjan Landspítala. Það er mjög mikilvægt að núverandi ríkisstjórn setti þá framkvæmd af stað, það var forgangsatriði að koma henni af stað því það hefur lengi legið fyrir að endurnýja húsnæði.“ Skýrslan hafi að auki sýnt fram á að annars konar úrbóta sé þörf. „Síðan er ýmislegt annað sem þarna kemur fram sem sýnir að úrbóta er þörf sem Landspítalann mun taka á sem varða þá ýmis smærri atriði, sóttvarnarráðstafanir og fleira og ég held að það sé mikilvæt að við drögum lærdóm af þessu en minni líka á að málið, auðvitað, er áfram í ferli og verður tekið til þessarar skoðunar hjá landlækni.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir „Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34 Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55 „Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19 „Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“ Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi. 14. nóvember 2020 17:34
Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu. 14. nóvember 2020 09:55
„Veiran er sennilega meira loftborin en við héldum í fyrstu“ Alma Möller landlæknir segir skýrsluna um hópsmitið á Landakoti staðfesta það sem vitað var um alvarlegar hópsýkingar af völdum Covid-19. 13. nóvember 2020 17:19
„Fullkominn stormur“ á Landakoti: Þrjár tegundir inn og engin loftræsting „Fullkominn stormur“ er hugtakið sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingavörnum, notar um þær aðstæður sem urðu þess valdandi að hópsýking braust út á Landakoti í október. Tólf greindu hafa látist en hópsýkingin er enn ekki yfirstaðin. 13. nóvember 2020 15:06