Gripinn með meira heróín en hefur fundist hér á landi í áratug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2020 13:09 Karlmaðurinn virðist ekki hafa komist út um þessar kunnuglegu dyr í flugstöðinni heldur var hann gripinn með efni í tösku sinni og innanklæða. Vísir/Vilhelm Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins. Efnin fundust í farangri karlmannsins í flugi frá Gdansk í Póllandi í september en auk þess voru efni falin innanklæða. Dómur var kveðinn upp 18. nóvember. Í fórum karlmannsins fundust 77 grömm af heróíni, 140 grömm af dýralyfinu Ketador vet, rúmlega 1500 Oxycontin töflur, 40 stykki af Contalgin Uno töflum, 20 stykki af Fentalyn Actavis plástrum, 335 stykki af Methylphenidate Sandoz töflum, tíu Morfín töflur, 330 Rivotril töflur og 168 Stesolid töflur. Saksóknari taldi efnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fram kemur að hann hafði ekki markaðsleyfi Lyfjastofnunar, lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að karlmaðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Hann hefði flutt efnin inn í samvinnu við annan karlmann sem sætir ákæru sömuleiðis. Á árunum 2011-2019 lögðu lögregla og tollgæsla samanlagt hald á 38 grömm af heróíni hér á landi, helming þess sem fannst í fórum karlmannsins. Minnt er á að heróín sé ávanabindandi og mjög hættulegt fíkniefni og sömuleiðis hluti hinna lyfjanna sem karlmaðurinn reyndi að flytja inn. Of stór skammtur getur reynst banvænn. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing en karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 6. september. Efnin voru gerð upptæk. Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins. Efnin fundust í farangri karlmannsins í flugi frá Gdansk í Póllandi í september en auk þess voru efni falin innanklæða. Dómur var kveðinn upp 18. nóvember. Í fórum karlmannsins fundust 77 grömm af heróíni, 140 grömm af dýralyfinu Ketador vet, rúmlega 1500 Oxycontin töflur, 40 stykki af Contalgin Uno töflum, 20 stykki af Fentalyn Actavis plástrum, 335 stykki af Methylphenidate Sandoz töflum, tíu Morfín töflur, 330 Rivotril töflur og 168 Stesolid töflur. Saksóknari taldi efnin ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fram kemur að hann hafði ekki markaðsleyfi Lyfjastofnunar, lyfseðil eða lyfjaávísun fyrir lyfjunum í læknisfræðilegum tilgangi. Fram kemur í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að karlmaðurinn hafi játað brot sín skýlaust. Hann hefði flutt efnin inn í samvinnu við annan karlmann sem sætir ákæru sömuleiðis. Á árunum 2011-2019 lögðu lögregla og tollgæsla samanlagt hald á 38 grömm af heróíni hér á landi, helming þess sem fannst í fórum karlmannsins. Minnt er á að heróín sé ávanabindandi og mjög hættulegt fíkniefni og sömuleiðis hluti hinna lyfjanna sem karlmaðurinn reyndi að flytja inn. Of stór skammtur getur reynst banvænn. Þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing en karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 6. september. Efnin voru gerð upptæk.
Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira