„Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Freyr Alexandersson hefur starfað hjá KSÍ í sjö ár, sem aðalþjálfari kvennalandsliðsins, leikgreinir og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. Freyr er mættur til Doha í Katar til að starfa sem aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi, þar sem vinur hans Heimir Hallgrímsson er aðalþjálfari. Þar hittir hann einnig fyrir landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og Bjarka Má Ólafsson leikgreinanda. Freyr á reyndar enn eftir að skrifa formlega undir samning við Al Arabi, en blekið ætti að fara á blað á næstunni. Hann heimsótti félagið eftir landsleikjatörnina í október, var þá á þremur leikjum og náði 7-8 æfingum. Leikirnir við Ungverjaland, Danmörku og England fyrr í þessum mánuði reyndust svo síðustu landsleikir Freys og Eriks Hamrén, og Freyr er nú fluttur til Katar. „Vont að geta lent í því að vera atvinnulaus“ „Heimir þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Við höfum talað saman nokkrum sinnum áður, erum nánir vinir og góðir samstarfsfélagar. Núna var sá tímapunktur að minn samningur hjá KSÍ var að renna út, sem hann vissi af. Ég var búinn að athuga hvort að við ætluðum að fara í einhverja framtíðarsýn, hjá knattspyrnusambandinu, en fólk vildi bara bíða og sjá hvað myndi gerast. Ég hafði svo sem ekki tíma í það. Ég er með stóra fjölskyldu og þetta er erfiður heimur að vera í, að vera þjálfari. Þú þarft að hugsa fram í tímann og það er vont að geta lent í því að vera atvinnulaus, með engar tekjur. Þegar þetta tilboð kom, um að koma hingað, þá vildi ég því skoða það,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Kona hans og þrjú börn eru væntanleg til Katar en þó er óljóst hvenær það verður, og til hve langs tíma Freyr semur en viðræður við forráðamenn Al Arabi eru á lokastigi: „Það er eitt af því sem við erum að ræða. Líklegast verður það þannig að ég geri úttektarkeppnistímabil með framlengingarmöguleika af minni hálfu. Ég ætla aðeins að sjá hvernig mér líður hérna og hvernig framhaldið verður hjá þessu þjálfarateymi, og líka hvernig fjölskyldunni minni líður hérna.“ Freyr sá Al Arabi tapa 4-1 fyrir toppliði Al Sadd í gær og er liðið í 10. sæti af 12 liðum þegar sex umferðum er lokið í katörsku úrvalsdeildinni. Al Arabi er hins vegar líka komið í úrslitaleik Emírbikarsins, sem er virtasta bikarkeppnin í Katar, og mætir þar einmitt Al Sadd 18. desember. Sigurlið keppninnar kemst í Meistaradeild Asíu. „Bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag gerir Freyr ekki ráð fyrir því að starfa áfram hjá KSÍ í bili, þó að hann vilji ekkert útiloka. Sjö ára tíma hans hjá knattspyrnusambandinu, meðal annars sem aðalþjálfari kvennalandsliðsins og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, virðist því lokið. Freyr er að minnsta kosti byrjaður að þjálfa leikmenn hjá félagsliði og nýtur þess að snúa aftur í slíkt starf frá degi til dags, eftir að hafa síðast verið hjá félagsliði sem þjálfari Leiknis R. fyrir fimm árum: „Ég hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum, sérstaklega núna á þessu Covid-ári. En svo eru þetta svo bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum. Þetta eru yfirleitt svona fjögurra vikna lotur. Tíu dögum fyrir verkefnið er maður orðinn heltekinn af því og er ekki viðræðuhæfur, og vikuna eftir verkefnið er maður gjörsamlega úrvinda,“ segir Freyr og bætir við: „Þetta eru langar lotur af mikilli vinnu, þar sem maður er hundrað prósent einbeittur og þetta er ótrúlega gaman, en maður verður líka fjarlægur fjölskyldu og vinum. Þetta tekur á og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvernig þetta djobb virkar, skiljanlega. Þetta hefur því tekið á en líka gefið svo mikla gleði. En svo er það þetta að vinna með leikmönnum frá degi til dags á æfingasvæðinu. Ég hef klárlega saknað þess og það er gaman að vera farinn að fikta í því aftur.“ Klippa: Freyr um að snúa úr landsliðsþjálfun til félagsliðs EM 2020 í fótbolta Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. 18. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. Freyr er mættur til Doha í Katar til að starfa sem aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi, þar sem vinur hans Heimir Hallgrímsson er aðalþjálfari. Þar hittir hann einnig fyrir landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og Bjarka Má Ólafsson leikgreinanda. Freyr á reyndar enn eftir að skrifa formlega undir samning við Al Arabi, en blekið ætti að fara á blað á næstunni. Hann heimsótti félagið eftir landsleikjatörnina í október, var þá á þremur leikjum og náði 7-8 æfingum. Leikirnir við Ungverjaland, Danmörku og England fyrr í þessum mánuði reyndust svo síðustu landsleikir Freys og Eriks Hamrén, og Freyr er nú fluttur til Katar. „Vont að geta lent í því að vera atvinnulaus“ „Heimir þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Við höfum talað saman nokkrum sinnum áður, erum nánir vinir og góðir samstarfsfélagar. Núna var sá tímapunktur að minn samningur hjá KSÍ var að renna út, sem hann vissi af. Ég var búinn að athuga hvort að við ætluðum að fara í einhverja framtíðarsýn, hjá knattspyrnusambandinu, en fólk vildi bara bíða og sjá hvað myndi gerast. Ég hafði svo sem ekki tíma í það. Ég er með stóra fjölskyldu og þetta er erfiður heimur að vera í, að vera þjálfari. Þú þarft að hugsa fram í tímann og það er vont að geta lent í því að vera atvinnulaus, með engar tekjur. Þegar þetta tilboð kom, um að koma hingað, þá vildi ég því skoða það,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Kona hans og þrjú börn eru væntanleg til Katar en þó er óljóst hvenær það verður, og til hve langs tíma Freyr semur en viðræður við forráðamenn Al Arabi eru á lokastigi: „Það er eitt af því sem við erum að ræða. Líklegast verður það þannig að ég geri úttektarkeppnistímabil með framlengingarmöguleika af minni hálfu. Ég ætla aðeins að sjá hvernig mér líður hérna og hvernig framhaldið verður hjá þessu þjálfarateymi, og líka hvernig fjölskyldunni minni líður hérna.“ Freyr sá Al Arabi tapa 4-1 fyrir toppliði Al Sadd í gær og er liðið í 10. sæti af 12 liðum þegar sex umferðum er lokið í katörsku úrvalsdeildinni. Al Arabi er hins vegar líka komið í úrslitaleik Emírbikarsins, sem er virtasta bikarkeppnin í Katar, og mætir þar einmitt Al Sadd 18. desember. Sigurlið keppninnar kemst í Meistaradeild Asíu. „Bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag gerir Freyr ekki ráð fyrir því að starfa áfram hjá KSÍ í bili, þó að hann vilji ekkert útiloka. Sjö ára tíma hans hjá knattspyrnusambandinu, meðal annars sem aðalþjálfari kvennalandsliðsins og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, virðist því lokið. Freyr er að minnsta kosti byrjaður að þjálfa leikmenn hjá félagsliði og nýtur þess að snúa aftur í slíkt starf frá degi til dags, eftir að hafa síðast verið hjá félagsliði sem þjálfari Leiknis R. fyrir fimm árum: „Ég hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum, sérstaklega núna á þessu Covid-ári. En svo eru þetta svo bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum. Þetta eru yfirleitt svona fjögurra vikna lotur. Tíu dögum fyrir verkefnið er maður orðinn heltekinn af því og er ekki viðræðuhæfur, og vikuna eftir verkefnið er maður gjörsamlega úrvinda,“ segir Freyr og bætir við: „Þetta eru langar lotur af mikilli vinnu, þar sem maður er hundrað prósent einbeittur og þetta er ótrúlega gaman, en maður verður líka fjarlægur fjölskyldu og vinum. Þetta tekur á og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvernig þetta djobb virkar, skiljanlega. Þetta hefur því tekið á en líka gefið svo mikla gleði. En svo er það þetta að vinna með leikmönnum frá degi til dags á æfingasvæðinu. Ég hef klárlega saknað þess og það er gaman að vera farinn að fikta í því aftur.“ Klippa: Freyr um að snúa úr landsliðsþjálfun til félagsliðs
EM 2020 í fótbolta Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. 18. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30
Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. 18. nóvember 2020 16:30
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti