Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 11:49 Í þingsályktunartillögunni segir að eftir orkuskipti gæti hljóðmengun jafnvel heyrt að mestu sögunni til vegna þess að rafknúnar vélar eru nánast hljóðlausar á flugi. Vísir/Vilhelm Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Í þingsályktunartillögunni er lagt til að samgöngu- og sveitastjórnarráðherra verði falið í samráði við umhverfis og ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi. Hópnum er gert að skila skýrslu með tillögum eigi síðar en 1. nóvember á næsta ári. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, vonar að tillagan komist á dagskrá þingins á næstu dögum og segir mikla samtöðu um málið innan nefndarinnar. Hann segir markmið um að meirihluti flugvéla í innanlandsflugi gangi fyrir grænni orku frá árinu 2030 raunhæft. „Þróun á flugvélum sem gætu nýst hér í innanlandsflug er mjög hröð. Það er áætlað að 2025-2026 verði komnar hérna 19 sæta vélar sem ganga fyrir grænni orku,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.vísir/Vilhelm Þær vélar nýtist víða í innanlandsflugi og á þeim tímapunkti verði stutt í að stærri vélar verði jafnframt í boði. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða tvinnvélar eða rafhleðsluvélar og ekki síður vetnis, eldsneyti sem við Íslendingar eigum mikil tækifæri í að framleiða.“ Málið svipar til þingsályktunartillögu Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingar, þar sem lagt er til að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Jón segir viðbúið að kostnaður við flugferðir innanlands stórlækki. „Þær tölur sem við höfum séð í kynningu á þessu máli gefa til kynna að kostnaður gæti orðið um fjórðungur eða fimmtungur af því sem hann er í dag fyrir hvert flugsæti. Bæði er þar um að ræða miklu ódýrara eldsneyti og allt viðhald og slíkt verður einfaldara og ódýrara fyrir flugfélögin. Þannig þetta mun geta haft í för með sér algjöra byltingu hvað varðar nýtingu innanlandsflugs,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Fréttir af flugi Byggðamál Orkumál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira