Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2020 23:45 Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Oddi er langstærsta fyrirtæki Patreksfjarðar og það þriðja stærsta á Vestfjörðum í hefðbundnum sjávarútvegi með um áttatíu manns í vinnu. Það er núna farið að kaupa eldislax, bæði frá Arnarlaxi og Arctic Fish, til frekari vinnslu. Til þessa hafa fiskeldisfyrirtækin selt laxinn að mestu óunninn úr landi en þó slægðan. Frá laxavinnslunni á Patreksfirði.Oddi hf. Laxinn gerist vart ferskari. „Honum er slátrað að morgni. Við flökum hann innan 6-8 tíma frá því honum er slátrað. Síðan er hann fluttur ferskur í veg fyrir skip eða flug," segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf. Fyrir vikið er þetta eftirsótt matvara, að sögn Skjaldar, sem segir fiskinn flakaðan fyrir dauðastirnun. Í laxaheiminum sé svona vara vinsæl, eins og fyrir sushi-veitingastaði og betri reykhús. Oddi hóf vinnsluna í ágúst. Ekki er unnt að nýta sömu fiskvinnsluvélar og í botnfiski og því voru keypt ný tæki frá Marel. Framkvæmdastjórinn segir áætlað að vinna tvö til þrjú þúsund tonn af laxi á ári. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar gert markaði mjög erfiða og sökum þess fari vinnslan hægar af stað. „En við þurfum bara að vera þolinmóð.“ Frá Patreksfjarðarhöfn. Oddi er stærsta fyrirtæki byggðarinnar.Egill Aðalsteinsson Skjöldur segir þetta verða búbót fyrir samfélagið í Vesturbyggð. „Við fjölgum í kringum 10-14 manns að minnsta kosti, þegar allt er komið af stað hjá okkur, að lágmarki. Og með öðrum störfum – við þurfum að reka flutningabíl, við þurfum tæknimann og fleira – þá eru þetta svona 16-18 störf sem skapast við þetta hjá okkur,“ segir framkvæmdastjóri Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira