Lið Aftureldingar skipa skemmtikraftarnir Steindi Jr. og Dóri DNA en í liði Vals eru landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór og sjónvarpskonan Birna María,
Liðin fengu spurningu um leitir á Google og áttu að svara því hvert eftirfarandi leitarorða hefði verið slegið oftast inn undanfarna mánuði: Jón Jónsson, KFC-opnunartími eða klamydía. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti áttu þau erfitt með að trúa því hverju hefur verið leitað mest að.
Keppnin var sú síðasta í 8-liða úrslitum og um helgina hefjast undanúrslitin með viðureign Þróttar og Fylkis. Í liði Þróttar eru Sóli Hólm og Sólrún Diego en lið Árbæinganna skipa þeir Jói Ásbjörns og Hjálmar Örn skemmtikraftur.