Prowse, sem var breskur, var ráðinn til að leika Svarthöfða vegna stærðar hans og líkamsbyggingar en rödd hans og hreimur þótti ekki henta hlutverkinu og var James Earl Jones því fenginn til að talsetja línur sith-lávarðarins.
„Megi mátturinn vera með honum, ávallt,“ hefur BBC eftir Thomas Bowington, umboðsmanni Prowse.
Þó Prowse hafi verið hvað þekktastur fyrir að leika Svarthöfða er hann sagður hafa verið stoltastur af hlutverki sínu sem Grænkrossamanninn sem stuðlaði um árabil að auknu öryggi í umferðinni í Bretlandi. Fyrir það hlutverk var hann heiðraður af ríkinu.
It was so fun watching the videos of him acting out the lines on set before James Earl Jones dubbed over. RIP David Prowse https://t.co/pNdgOmDa8Z pic.twitter.com/xEiYZ9R2g0
— Jay Shatara (@JShataraTV) November 29, 2020
Áður en Prowse tók að sér hlutverk Svarthöfða hafði hann meðal annars unnið við einkaþjálfun og þjálfaði til að mynda Christopher Reeve fyrir hlutverk hans í Superman.
Hann lék reglulega skrímsli í gegnum árin og þar á meðal lék hann skrímsli Frankensteins minnst þrisvar sinnum. Hann kom einnig fram í þáttunum The Saint, Space 1999 og Doctor Who.
Það var eftir að George Lucas sá hann leika lífvörð í Clockwork Orange sem hann bauð Prowse í prufur fyrir hlutverk Svarthöfða. Lucas leyfi honum svo að velja hvort hann myndi leika Svarthöfða eða hinn loðna Chewbacca. Prowse valdi Svarthöfða því hann vildi leika vonda karlinn.