Bíræfnir þjófar stálu jólunum Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 10:55 Þjófarnir stálu um 300 jólatrjám. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða. Faraldur nýju kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir hafi þegar komið verulega niður á rekstrinum. Í samtali við Sky News segir Josh Lyle að þjófarnir hafi látið til skara skríða á þriðjudaginn. Rétt eftir að bræðurnir höfðu fengið leyfi til að opna fyrirtækið á nýjan leik og selja fólki jólatré. „Þetta er ógeðfellt. Starf okkar er að breiða út jólagleði til allra og selja tré okkar um víðan völl,“ sagði Lyle. Hann biðlaði til allra sem gætu veitt upplýsingar um þjófnaðinn að stíga fram. Sky segir að nágrannar hafi hringt á lögregluna þegar þrír þjófar létu greipar sópa á plani fyrirtækisins. Þjófarnir eru sagðir hafa farið nokkrar ferðir með jólatré á sendiferðabíl sem þeir voru á. Fyrirtæki sem selja raunveruleg jólatré fengu nýverið undanþágu gegn sóttvarnareglum og voru tímabundið skilgreind sem nauðsynleg þjónusta. Josh og bróðir hans Sam stofnuðu fyrirtækið árið 1995, þegar þeir voru eingöngu fimmtán og þrettán ára gamlir. Þá fengu þeir þá hugmynd um að höggva tré á jarðeign fjölskyldunnar í Skotlandi og selja í London. Þeir komust áður í fréttirnar árið 2016 þegar þeir seldu Harry Prins og Meghan Markle jólatré í upphafi sambands þeirra árið 2016. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól England Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Faraldur nýju kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerðir hafi þegar komið verulega niður á rekstrinum. Í samtali við Sky News segir Josh Lyle að þjófarnir hafi látið til skara skríða á þriðjudaginn. Rétt eftir að bræðurnir höfðu fengið leyfi til að opna fyrirtækið á nýjan leik og selja fólki jólatré. „Þetta er ógeðfellt. Starf okkar er að breiða út jólagleði til allra og selja tré okkar um víðan völl,“ sagði Lyle. Hann biðlaði til allra sem gætu veitt upplýsingar um þjófnaðinn að stíga fram. Sky segir að nágrannar hafi hringt á lögregluna þegar þrír þjófar létu greipar sópa á plani fyrirtækisins. Þjófarnir eru sagðir hafa farið nokkrar ferðir með jólatré á sendiferðabíl sem þeir voru á. Fyrirtæki sem selja raunveruleg jólatré fengu nýverið undanþágu gegn sóttvarnareglum og voru tímabundið skilgreind sem nauðsynleg þjónusta. Josh og bróðir hans Sam stofnuðu fyrirtækið árið 1995, þegar þeir voru eingöngu fimmtán og þrettán ára gamlir. Þá fengu þeir þá hugmynd um að höggva tré á jarðeign fjölskyldunnar í Skotlandi og selja í London. Þeir komust áður í fréttirnar árið 2016 þegar þeir seldu Harry Prins og Meghan Markle jólatré í upphafi sambands þeirra árið 2016.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól England Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira