Hann segir ákvörðunina tekna í góðu samkomulagi við fyrirtækið.
„Við sem höfum starfað með Jóhönnu erum henni öll þakklát fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Þórhallur.
Þóra Björg hefur gegnt starfi rekstrarstjóra á dagskrárdeild sjónvarps hjá fyrirtækinu undanfarin ár og gegnt starfi dagskrárstjóra síðan í febrúar.
Jóhanna Margrét hefur starfað hjá Stöð 2 með hléum frá árinu 2011. Fyrst sem fréttamaður en að loknu háskólanámi í Bandaríkjunum hóf hún störf á sjónvarpssviði og hefur verið dagskrárstjóri Stöðvar 2 undanfarin ár.
Vísir er í eigu Sýnar.