Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 15:12 Baðstaðurinn fyrirhugaði verður á svæðinu sem sést hér. Þjóðvegur 1 og Akureyri sjást einnig. Aðsend Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. Greint var á verkefninu á vef N4 í gær en að því stendur einkahlutafélagið Skógaböð, sem er í eigu hjónanna Finns Aðalbjörnssonar og Sigríðar Maríu Hammer. Í samtali við Vísi segir Finnur að skipulagsvinna sé þegar hafin en vonir standa til að verklegar framkvæmdir geti hafist næsta vor. Baðstaðurinn verður staðsettur í skógi vöxnu landi Ytri Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, þar sem hægt verður að sameina kosti skjólsæls gróðurs og einstaks útsýnis í Eyjafirði, að því er segir í tilkynningu frá Skógarböðum. Hönnun baðstaðarins er í fullum gangi, þar sem sérstaklega sé horft til þess að skapa staðnum skýra sérstöðu. Í skipulagslýsingu vegna verkefnisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðuorku. Töluvert heitt vatn fannst við gangagerðina og hafa verið uppi hugmyndir um að nýta vatnið í einhvers konar baðstað, líkt og nú virðist ætla að verða raunin. Umrætt svæði. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir baðlóni, köldu baði og gufuböðum, en á seinni stigum er stefnt að því að þróa frekari ferðaþjónustengda starfsemi á svæðinu. „Við höfum mikla trú á aðdráttarafli Norðurlands þegar ferðaþjónustan fer af stað aftur. Meðal annars þess vegna höfum við tröllatrú á þessu verkefni. Ef allt gengur eftir gætu verklegar framkvæmdir hafist næsta vor og við byrjað að taka við gestum árið 2022. Við höfum alls staðar þar sem við höfum kynnt verkefnið fengið mjög jákvæðar viðtökur, enda margir á þeirri skoðun að það vanti öflugan segul í ferðaþjónustunni hérna á Eyjafjarðarsvæðinu,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Skipulag Tengdar fréttir Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Greint var á verkefninu á vef N4 í gær en að því stendur einkahlutafélagið Skógaböð, sem er í eigu hjónanna Finns Aðalbjörnssonar og Sigríðar Maríu Hammer. Í samtali við Vísi segir Finnur að skipulagsvinna sé þegar hafin en vonir standa til að verklegar framkvæmdir geti hafist næsta vor. Baðstaðurinn verður staðsettur í skógi vöxnu landi Ytri Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, þar sem hægt verður að sameina kosti skjólsæls gróðurs og einstaks útsýnis í Eyjafirði, að því er segir í tilkynningu frá Skógarböðum. Hönnun baðstaðarins er í fullum gangi, þar sem sérstaklega sé horft til þess að skapa staðnum skýra sérstöðu. Í skipulagslýsingu vegna verkefnisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðuorku. Töluvert heitt vatn fannst við gangagerðina og hafa verið uppi hugmyndir um að nýta vatnið í einhvers konar baðstað, líkt og nú virðist ætla að verða raunin. Umrætt svæði. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir baðlóni, köldu baði og gufuböðum, en á seinni stigum er stefnt að því að þróa frekari ferðaþjónustengda starfsemi á svæðinu. „Við höfum mikla trú á aðdráttarafli Norðurlands þegar ferðaþjónustan fer af stað aftur. Meðal annars þess vegna höfum við tröllatrú á þessu verkefni. Ef allt gengur eftir gætu verklegar framkvæmdir hafist næsta vor og við byrjað að taka við gestum árið 2022. Við höfum alls staðar þar sem við höfum kynnt verkefnið fengið mjög jákvæðar viðtökur, enda margir á þeirri skoðun að það vanti öflugan segul í ferðaþjónustunni hérna á Eyjafjarðarsvæðinu,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni.
Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Skipulag Tengdar fréttir Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30