Hafa áhyggjur af Ólympíulágmörkum: „Af hverju megum við ekki fara inn?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. desember 2020 20:10 Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari. Egill Aðalsteinsson Frjálsíþróttafólk, líkt og fleira afreksíþróttafólk, undrar sig á því af hverju það megi ekki æfa í stórum íþróttahöllum. Afreksíþróttafólk landsins vonaðist eftir því að fá að byrja að æfa í gær en þeim varð ekki að ósk sinni eftir að gildandi sóttvarnarreglur voru framlengdar til 9. desember. Það þýddi áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað að framlengja gildandi sóttvarnareglur að tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann réð gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þróunar kórónuveirufaraldursins. Frjálsíþróttafólkið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru ekki hrifin af þeirri ákvörðun. „Ég er búin að æfa úti eins og allir og gera það besta úr þessu. Maður er ekki búin að kvarta neitt eða láta eitthvað í sér heyra,“ sagði Guðbjörg Jóna um æfingarnar síðustu daga og vikur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. „Það er ekki það sama að æfa í mínus tveimur eða svo inni í plús tuttugu. Bara það að opna höllina fyrir íþróttafólk eins og okkur í frjálsum. Það myndi gera gæfumuninn og myndi minnka meiðslahættuna all svakalega,“ sagði Guðni áður en Guðbjörg tók aftur við boltanum. „Við gætum haldið tíu metra fjarlægðarmörkum ef við vildum. Höllin er það stór. Við pössum okkur það vel því við viljum ekki fá COVID. Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það þarf að setja skýr mörk og við förum auðvitað eftir því. Það þarf ekki að flækja hlutina. Við viljum fá smá rökstuðning af hverju við megum ekki fara inn og af hverju er ekki gerð undanþága fyrir afreksíþróttafólk.“ Klippa: Sportpakkinn - Afreksíþróttafólk fær ekki að æfa Guðni Valur segir að hægt sé að sætta sig við að æfa úti en hann skilji ekki m.a. þær endurbætur sem hafa verið gerðar í Laugardalnum og að skipta grasi út fyrir gervigras í Kópavogi. „Æfinga aðstaðan úti er líka bara af skornum skammti. Það er enginn frjálsíþróttavöllur í Reykjavík. Það er fínn völlur í Kópavogi en þeir eyðilögðu hann með gervigrasi. Síðan er völlur í Hafnarfirði. Þeir ætluðu að fara í endurbætur í Laugardalnum.“ „Þeir löguðu helminginn og náðu ekki að klára það yfir heilt sumar. Tvö hundruð metra gamalt undirlag og tvö hundruð meta nýtt undirlag. Ég held að flestir í frjálsíþróttaheiminum séu sammála um að hvorugt undirlagið er gott undirlag. Þetta er uppgerð sem enginn bað um. Við vildum fá eitthvað gott en ekki eitthvað skítamix sem á ekki eftir að endast neitt.“ Bæði stefna þau á Ólympíuleikana næsta sumarið. Nú geta þau ekki æft almennilega og hvað þá keppt svo möguleikarnir á að þau verði á Ólympíuleikunum næsta sumar minnkar. „Ég er farinn að hafa áhyggjur. Það eru mjög margar stelpur sem ég þekki sem eru byrjaðar að spretta og fara í blokkir. Ég ætti að fara keppa í næsta mánuði en ég er ekki kominn í gadda. Fyrir mig er mjög mikilvægt að keppa inni til þess að ná stigunum til að komast á Ólympíuleikana. Þetta er farið að verða mjög stressandi því þetta er stærsta markmiðið mitt að komast á Ólympíuleikana. Ég er að reyna að vinna að því eins og ég get út í mínus tveimur gráðum.“ Guðni tekur í svipaðan streng. „Þetta er svona. Það eru flestir sem hafa þetta verra en ef maður ætlar að reyna verða bestur í heiminum þá gerir maður það ekki í hálf útbúnum lyftingarklefa og að æfa úti í frosti meðan allir hinir eru að æfa við fullkomnar aðstæður.“ „Maður þarf að fá eitthvað til baka fyrir að sýna þessa þolinmæði,“ sagði Guðbjörg Jóna að lokum. Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Afreksíþróttafólk landsins vonaðist eftir því að fá að byrja að æfa í gær en þeim varð ekki að ósk sinni eftir að gildandi sóttvarnarreglur voru framlengdar til 9. desember. Það þýddi áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað að framlengja gildandi sóttvarnareglur að tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann réð gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þróunar kórónuveirufaraldursins. Frjálsíþróttafólkið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru ekki hrifin af þeirri ákvörðun. „Ég er búin að æfa úti eins og allir og gera það besta úr þessu. Maður er ekki búin að kvarta neitt eða láta eitthvað í sér heyra,“ sagði Guðbjörg Jóna um æfingarnar síðustu daga og vikur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. „Það er ekki það sama að æfa í mínus tveimur eða svo inni í plús tuttugu. Bara það að opna höllina fyrir íþróttafólk eins og okkur í frjálsum. Það myndi gera gæfumuninn og myndi minnka meiðslahættuna all svakalega,“ sagði Guðni áður en Guðbjörg tók aftur við boltanum. „Við gætum haldið tíu metra fjarlægðarmörkum ef við vildum. Höllin er það stór. Við pössum okkur það vel því við viljum ekki fá COVID. Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það þarf að setja skýr mörk og við förum auðvitað eftir því. Það þarf ekki að flækja hlutina. Við viljum fá smá rökstuðning af hverju við megum ekki fara inn og af hverju er ekki gerð undanþága fyrir afreksíþróttafólk.“ Klippa: Sportpakkinn - Afreksíþróttafólk fær ekki að æfa Guðni Valur segir að hægt sé að sætta sig við að æfa úti en hann skilji ekki m.a. þær endurbætur sem hafa verið gerðar í Laugardalnum og að skipta grasi út fyrir gervigras í Kópavogi. „Æfinga aðstaðan úti er líka bara af skornum skammti. Það er enginn frjálsíþróttavöllur í Reykjavík. Það er fínn völlur í Kópavogi en þeir eyðilögðu hann með gervigrasi. Síðan er völlur í Hafnarfirði. Þeir ætluðu að fara í endurbætur í Laugardalnum.“ „Þeir löguðu helminginn og náðu ekki að klára það yfir heilt sumar. Tvö hundruð metra gamalt undirlag og tvö hundruð meta nýtt undirlag. Ég held að flestir í frjálsíþróttaheiminum séu sammála um að hvorugt undirlagið er gott undirlag. Þetta er uppgerð sem enginn bað um. Við vildum fá eitthvað gott en ekki eitthvað skítamix sem á ekki eftir að endast neitt.“ Bæði stefna þau á Ólympíuleikana næsta sumarið. Nú geta þau ekki æft almennilega og hvað þá keppt svo möguleikarnir á að þau verði á Ólympíuleikunum næsta sumar minnkar. „Ég er farinn að hafa áhyggjur. Það eru mjög margar stelpur sem ég þekki sem eru byrjaðar að spretta og fara í blokkir. Ég ætti að fara keppa í næsta mánuði en ég er ekki kominn í gadda. Fyrir mig er mjög mikilvægt að keppa inni til þess að ná stigunum til að komast á Ólympíuleikana. Þetta er farið að verða mjög stressandi því þetta er stærsta markmiðið mitt að komast á Ólympíuleikana. Ég er að reyna að vinna að því eins og ég get út í mínus tveimur gráðum.“ Guðni tekur í svipaðan streng. „Þetta er svona. Það eru flestir sem hafa þetta verra en ef maður ætlar að reyna verða bestur í heiminum þá gerir maður það ekki í hálf útbúnum lyftingarklefa og að æfa úti í frosti meðan allir hinir eru að æfa við fullkomnar aðstæður.“ „Maður þarf að fá eitthvað til baka fyrir að sýna þessa þolinmæði,“ sagði Guðbjörg Jóna að lokum.
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06
Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05