Dómsmálaráðuneytið þarf frí frá Sjálfstæðisflokknum Helga Vala Helgadóttir skrifar 3. desember 2020 14:43 Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum dómsmálaráðherra, ritara Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, formanni Sjálfstæðisflokksins ásamt fyrrum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, eftir að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu kvað upp sinn dóm varðandi meðferð Sigríðar Á Andersen, þá dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks á valdi sínu við val á dómaraefnum í Landsrétt. Yfirdeild var einróma, dómsmálaráðherra braut lög og sá grundvöllur um réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti því ekki tryggður. Í Kastljósi í gærkvöldi var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, núverandi dómsmálaráðherra til svara. Einar Þorsteinsson, stjórnandi Kastljóss, spurði ráðherra þeirrar einföldu spurningar hvort niðurstaðan væri ekki pólitískt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svaraði dómsmálaráðherra með eftirfarandi hætti: „Nei, við höfum auðvitað stjórnað dómsmálaráðuneytinu til lengri tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og aðrir flokkar tekið þátt í að byggja upp öflugt dómskerfi hér á landi.“ Gott og vel. Við skulum aðeins fara yfir hversu gæfuríkt það hefur verið fyrir dómsmálaráðuneytið, löggæslu, dómstóla, sýslumannsembætti að ótaldri Landhelgisgæslu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „auðvitað til lengri tíma“ stjórnað dómsmálaráðuneytinu. Óstjórn ráðuneytis Frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við dómsmálaráðuneytinu fyrir sjö árum síðan hafa hvorki fleiri né færri en sjö ráðherrar sinnt verkum dómsmálaráðherra til lengri eða skemmri tíma. Sjö ráðherrar á sjö árum! Hluta af þessum tíma hefur þó ráðuneytið verið nærri óstarfhæft vegna spillingarmála, sbr lekamálið þegar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks lét starfsfólk ráðuneytis engjast um í óvissu, í á annað ár, um það hver hefði lekið viðkvæmum persónuupplýsingum úr ráðuneytinu. Að lokum þurfti dómsmálaráðherrann að segja af sér, rétt eins og Sigríður Á Andersen gerði síðar. Nú þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er þriggja ára hafa þrír dómsmálaráðherrar komið að stjórn ráðuneytisins. Það sjá það allir að slík óreiða og óstjórn svo veigamikils ráðuneytis í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórn hverju sinni bitnar harkalega á þeim málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra. Lögreglan Lögreglan hefur verið undirmönnuð um árabil. Á það hefur verið bent að til að halda uppi lágmarksmönnun í löggæslu landsins þurfi að fjölga lögreglumönnum um amk 100, en þeir eru töluvert færri en þeir voru árið 2007 þrátt fyrir bæði fleiri og flóknari verkefni. Þetta bitnar á rannsóknum mála, öryggi landsmanna, sakborningum og brotaþolum. Réttarríkið veikist. Málefni ríkislögreglustjóra komust í hámæli við upphaf valdatíðar núverandi dómsmálaráðherra og er hann nú á sérstökum starfslokasamningi í boði dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um utanumhald sérverkefna í dómsmálaráðuneytinu. Kostar þessi sérsamningur íslenska skattgreiðendur nærri 60 milljónir fyrir tveggja ára vinnuframlag. Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum er sömuleiðis kominn í sérverkefni í boði dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greip inn í einhvers konar uppnám á vinnustað lögreglustjórans, með klögumálum um einelti undirmanna hans og óviðeigandi hegðun, og bauð lögreglustjóranum að færa sig til Vestmannaeyja. Eftir mótmæli hans sjálfs og íbúa í Vestmannaeyjum var sérverkefni búið til innan ráðuneytis en ekki hefur fengist upp gefið hvað slíkt verkefni kostar skattgreiðendur, en líkast til er þar einnig um tugi milljóna að ræða. Landhelgisgæslan Málefni landhelgisgæslunnar komust í hámæli fyrir síðustu helgi þegar fyrir lá að öryggi landsmanna á láði og legi var ógnað vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Samningsleysi í tíu mánuði enduðu í verkfalli í nokkrar vikur án undanþáguheimildar svo engar þyrlur voru tiltækar í björgunaraðgerðir. Þetta gerðist á vakt dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem endaði á að leggja fram frumvarp til að stöðva verkfall og er slíkt alvarlegt inngrip í grundvallarrétt stéttar flugvirkja til að semja um kjör sín. Þá eru þyrlukaupin sem slík, sem samþykkt voru af Alþingi, víst í uppnámi en of langt mál að rekja þá raunasögu. Dómstólarnir Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á Andersen, braut stjórnsýslulög við fordæmalausa skipan dómara í Landsrétt, hið nýja dómstig sem beðið hafði verið eftir árum saman. Sigríður Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra vildi ekki una niðurstöðu nefndar um hæfi dómara og handvaldi fjóra inn í hópinn án lögbundinnar og nauðsynlegrar rannsóknar á hæfi þeirra. Héraðsdómur, Hæstiréttur, Mannréttindadómstóll Evrópu og yfirdeild sama dómstóls hafa allir komist að þeirri niðurstöðu að um brot var að ræða. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Við yfirdeild var áréttað viðbótar saknæmi vegna fullrar meðvitundar þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks á lagalegum annmörkum við verk sitt. Tjónið er verulegt, hvort tveggja fyrir íslenskt réttarkerfi, íslenskt samfélag, ríkissjóð og orðspor okkar á erlendri grundu. Við erum þar komin á par við ríki sem sæta harðri gagnrýni vegna mannréttindabrota og afskipta framkvæmdavalds af dómstólum. Orðspor Íslands Ráðherrar Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra sama flokks eru að valda áframhaldandi tjóni með viðbrögðum sínum við dómi yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um að dómstóllinn sé lægra settur, að dómurinn breyti engu og hafi ekki áhrif á Íslandi auk þess að taka undir með fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks um að dómurinn og málsmeðferð öll fyrir mannréttindadómstólnum snúist um pólitískt at í þessum virta dómstól sem hefur haft veruleg áhrif til réttarbóta fyrir almenning á Íslandi um áratugaskeið. Núverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins talar líka niður alvarleika málsins þegar hún segir stöðuna óbreytta, því áður hafði hún talað niður dómstólinn og vísaði þá sérstaklega til sératkvæðis í fyrri dómi Mannréttindadómstóls. Sigríður Á Andersen, sem steig tímabundið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra sagði hins vegar við niðurstöðu dómsins í fyrra að það hafi orðið sér sár vonbrigði að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið „falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hafi frá sjálfstæðum Íslendingum gera atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga“ Það er afar mikilvægt að frá íslenskum stjórnvöldum komi skýr skilaboð innan og utanlands um að þau taki þetta mál alvarlega. Að sjálfstæði dómstóla sé grundvöllur í réttarríki og grundvöllur þrígreiningar ríkisvaldsins. Að íslensk stjórnvöld virði dómstólinn og hans mikilvæga starf í þágu mannréttinda. Þetta hefur áhrif varðandi trúverðugleika dómstóla innanlands sem og trúverðugleika landsins hjá alþjóðasamfélaginu, hvort sem um er að ræða erlenda fjárfesta eða erlendar stofnanir sem hafa hug á að vera í samskiptum við innlenda aðila. Loks er afar mikilvægt að dómsmálaráðuneytið fái frí frá Sjálfstæðisflokknum næstu kjörtímabil. Þetta er komið gott. Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Helga Vala Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum dómsmálaráðherra, ritara Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, formanni Sjálfstæðisflokksins ásamt fyrrum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, eftir að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu kvað upp sinn dóm varðandi meðferð Sigríðar Á Andersen, þá dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks á valdi sínu við val á dómaraefnum í Landsrétt. Yfirdeild var einróma, dómsmálaráðherra braut lög og sá grundvöllur um réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti því ekki tryggður. Í Kastljósi í gærkvöldi var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, núverandi dómsmálaráðherra til svara. Einar Þorsteinsson, stjórnandi Kastljóss, spurði ráðherra þeirrar einföldu spurningar hvort niðurstaðan væri ekki pólitískt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Svaraði dómsmálaráðherra með eftirfarandi hætti: „Nei, við höfum auðvitað stjórnað dómsmálaráðuneytinu til lengri tíma og Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og aðrir flokkar tekið þátt í að byggja upp öflugt dómskerfi hér á landi.“ Gott og vel. Við skulum aðeins fara yfir hversu gæfuríkt það hefur verið fyrir dómsmálaráðuneytið, löggæslu, dómstóla, sýslumannsembætti að ótaldri Landhelgisgæslu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „auðvitað til lengri tíma“ stjórnað dómsmálaráðuneytinu. Óstjórn ráðuneytis Frá því Sjálfstæðisflokkurinn tók við dómsmálaráðuneytinu fyrir sjö árum síðan hafa hvorki fleiri né færri en sjö ráðherrar sinnt verkum dómsmálaráðherra til lengri eða skemmri tíma. Sjö ráðherrar á sjö árum! Hluta af þessum tíma hefur þó ráðuneytið verið nærri óstarfhæft vegna spillingarmála, sbr lekamálið þegar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks lét starfsfólk ráðuneytis engjast um í óvissu, í á annað ár, um það hver hefði lekið viðkvæmum persónuupplýsingum úr ráðuneytinu. Að lokum þurfti dómsmálaráðherrann að segja af sér, rétt eins og Sigríður Á Andersen gerði síðar. Nú þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er þriggja ára hafa þrír dómsmálaráðherrar komið að stjórn ráðuneytisins. Það sjá það allir að slík óreiða og óstjórn svo veigamikils ráðuneytis í boði Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórn hverju sinni bitnar harkalega á þeim málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra. Lögreglan Lögreglan hefur verið undirmönnuð um árabil. Á það hefur verið bent að til að halda uppi lágmarksmönnun í löggæslu landsins þurfi að fjölga lögreglumönnum um amk 100, en þeir eru töluvert færri en þeir voru árið 2007 þrátt fyrir bæði fleiri og flóknari verkefni. Þetta bitnar á rannsóknum mála, öryggi landsmanna, sakborningum og brotaþolum. Réttarríkið veikist. Málefni ríkislögreglustjóra komust í hámæli við upphaf valdatíðar núverandi dómsmálaráðherra og er hann nú á sérstökum starfslokasamningi í boði dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um utanumhald sérverkefna í dómsmálaráðuneytinu. Kostar þessi sérsamningur íslenska skattgreiðendur nærri 60 milljónir fyrir tveggja ára vinnuframlag. Fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum er sömuleiðis kominn í sérverkefni í boði dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greip inn í einhvers konar uppnám á vinnustað lögreglustjórans, með klögumálum um einelti undirmanna hans og óviðeigandi hegðun, og bauð lögreglustjóranum að færa sig til Vestmannaeyja. Eftir mótmæli hans sjálfs og íbúa í Vestmannaeyjum var sérverkefni búið til innan ráðuneytis en ekki hefur fengist upp gefið hvað slíkt verkefni kostar skattgreiðendur, en líkast til er þar einnig um tugi milljóna að ræða. Landhelgisgæslan Málefni landhelgisgæslunnar komust í hámæli fyrir síðustu helgi þegar fyrir lá að öryggi landsmanna á láði og legi var ógnað vegna verkfalls flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Samningsleysi í tíu mánuði enduðu í verkfalli í nokkrar vikur án undanþáguheimildar svo engar þyrlur voru tiltækar í björgunaraðgerðir. Þetta gerðist á vakt dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem endaði á að leggja fram frumvarp til að stöðva verkfall og er slíkt alvarlegt inngrip í grundvallarrétt stéttar flugvirkja til að semja um kjör sín. Þá eru þyrlukaupin sem slík, sem samþykkt voru af Alþingi, víst í uppnámi en of langt mál að rekja þá raunasögu. Dómstólarnir Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á Andersen, braut stjórnsýslulög við fordæmalausa skipan dómara í Landsrétt, hið nýja dómstig sem beðið hafði verið eftir árum saman. Sigríður Á Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra vildi ekki una niðurstöðu nefndar um hæfi dómara og handvaldi fjóra inn í hópinn án lögbundinnar og nauðsynlegrar rannsóknar á hæfi þeirra. Héraðsdómur, Hæstiréttur, Mannréttindadómstóll Evrópu og yfirdeild sama dómstóls hafa allir komist að þeirri niðurstöðu að um brot var að ræða. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Við yfirdeild var áréttað viðbótar saknæmi vegna fullrar meðvitundar þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks á lagalegum annmörkum við verk sitt. Tjónið er verulegt, hvort tveggja fyrir íslenskt réttarkerfi, íslenskt samfélag, ríkissjóð og orðspor okkar á erlendri grundu. Við erum þar komin á par við ríki sem sæta harðri gagnrýni vegna mannréttindabrota og afskipta framkvæmdavalds af dómstólum. Orðspor Íslands Ráðherrar Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra sama flokks eru að valda áframhaldandi tjóni með viðbrögðum sínum við dómi yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um að dómstóllinn sé lægra settur, að dómurinn breyti engu og hafi ekki áhrif á Íslandi auk þess að taka undir með fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks um að dómurinn og málsmeðferð öll fyrir mannréttindadómstólnum snúist um pólitískt at í þessum virta dómstól sem hefur haft veruleg áhrif til réttarbóta fyrir almenning á Íslandi um áratugaskeið. Núverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins talar líka niður alvarleika málsins þegar hún segir stöðuna óbreytta, því áður hafði hún talað niður dómstólinn og vísaði þá sérstaklega til sératkvæðis í fyrri dómi Mannréttindadómstóls. Sigríður Á Andersen, sem steig tímabundið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra sagði hins vegar við niðurstöðu dómsins í fyrra að það hafi orðið sér sár vonbrigði að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið „falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hafi frá sjálfstæðum Íslendingum gera atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga“ Það er afar mikilvægt að frá íslenskum stjórnvöldum komi skýr skilaboð innan og utanlands um að þau taki þetta mál alvarlega. Að sjálfstæði dómstóla sé grundvöllur í réttarríki og grundvöllur þrígreiningar ríkisvaldsins. Að íslensk stjórnvöld virði dómstólinn og hans mikilvæga starf í þágu mannréttinda. Þetta hefur áhrif varðandi trúverðugleika dómstóla innanlands sem og trúverðugleika landsins hjá alþjóðasamfélaginu, hvort sem um er að ræða erlenda fjárfesta eða erlendar stofnanir sem hafa hug á að vera í samskiptum við innlenda aðila. Loks er afar mikilvægt að dómsmálaráðuneytið fái frí frá Sjálfstæðisflokknum næstu kjörtímabil. Þetta er komið gott. Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun