Alþjóðadagur fatlaðs fólks Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2020 20:24 Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Um allan heim minnir fatlað fólk á tilverurétt sinn og það sjálfsagða, að það eigi rétt á mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Að tilvera okkar, mín og ykkar allra er jafn mikilvæg og allra hinna. Fallegur þekktur jólasálmur hefst á orðunum Heims um ból, það er þó ekki ætlun mín að fara með texta hans núna, en þessar línur komu upp í hugann þegar ég var að velta fyrir mér umræðuefni dagsins, og hátíð ljóss og friðar er vissulega á næsta leiti þrátt fyrir faraldur. Það er því óhætt að segja að fordæmalausir tímar hafi farið „heims um ból“ undanfarið ár. Þrátt fyrir erfiða tíma í okkar lífi og heimsbyggðarinnar allrar, höldum við hátíð í dag þó með öðru sniði sé, en venjulega. Hátíð þar sem við verðlaunum einstaklinga, samtök og fyrirtæki fyrir að vera samfélaginu hvatning til að breyta viðhorfum og vinna að mannréttindum fatlaðs fólks á margvíslegan hátt, sem svo miðar að því að skapa jákvæða ímynd og stuðla að einu samfélagi þar sem við öll í margbreytileika okkar fáum að njóta. Það er fátt mikilvægara á tímum sem nú en að halda í það jákvæða, líta yfir farinn veg, gleðjast yfir því sem vel hefur verið gert og því sem áunnist hefur í baráttumálum okkar. En alltaf er best að deila gleðistundum með öðrum ekki síst þegar tækifæri til þess hafa verið fá, líkt við nú höfum upplifað. Það er á tímum sem þessum, sem réttindabarátta fatlaðs fólks skiptir máli. Barátta fyrir því að við séum ekki skilin eftir þegar ógn steðjar að. Þetta ár hefur svo sannarlega verið ár baráttunnar þar sem við höfum ítrekað sent ákall til stjórnvalda og varað við því að fatlað fólk verði skilið eftir þegar stjórnvöld útdeila fjármunum og skipuleggja aðgerðir vegna Covid-19. Að fatlað fólk býr t.d. við einsemd, kvíða og depurð, að alheimsfaraldur hafi jafnvel meiri áhrif á líf þess en líf annarra. Eins og áður fögnum við því stóra og smáa sem áunnist hefur, við réttum upp hönd og segjum við erum hér líka, ekki gleyma okkur. Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks er gott að finna að við erum ekki ein í baráttunni, að nú eins og áður eru margir úti í samfélaginu sem leggja baráttu okkar lið, sem hvetur til skilnings og viðhorfsbreytinga í garð fatlaðs fólks. Það er líka viðeigandi í dag að minnast á alvarleg mál sem legið hafa í þöggun í 50 ár, að hugsa um þau alvarlegu mannréttindabrot sem framin voru á fólki fyrir í raun svo stuttu síðan á stofnun fyrir fatlað fólk og, eins og það var þá orðað, og annað ógæfufólk. Sem betur fer eru viðhorfin breytt, við sjáum að vinnulag þeirra sem sinna fötluðu fólki er allt annað og betra. Í dag er í boði notendastýrð persónuleg aðstoð, þó sú þjónusta sé því miður enn mjög takmörkuð gæði. Í dag erum við og önnur ríki heimsins sem láta sig mannréttindi varða t.d. að vinna að afstofnanavæðingu þannig að fatlað fólk hafi val um hvar það býr og með hverjum. Stjórnvöld eru búin að fullgilda samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks, það útaf fyrir sig hefur breytt gríðarmiklu, en því miður virðist þau ætla að heykjast á að lögfesta samninginn, eins og Alþingi ályktaði um, að yrði lokið eftir 10 daga. Nú í byrjun vikunnar boðaði félags- og barnamálaráðherra mikil tímamót, að hér verði fjölskyldum og börnum veitt viðeigandi aðstoð með samþættri þjónustu í þágu farsældar barna þannig að í stað þrautagöngu fjölskyldna á milli Pontíusar og Pílatusar í leit að hjálp, verði nú raunverulega í boði aðstoð og þjónusta, strax og þörf kemur upp. Það er vel. Við lifum betri tíma nú en fyrir 50 árum. Enn eru ríkjandi miklir fordómar í þjóðfélaginu, sem til dæmis birtust okkur nú síðast í morgun úr hugarfylgsnum þingmanns, á alþjóða degi fatlaðs fólks. Höfum þó hugfast að við megum hvergi hvika, enn eru mannréttindi brotin á fötluðu fólki, enn er örorkulífeyrir of lár til að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi af honum, enn lengjast biðraðir eftir björginni hjá hjálparsamtökum hvar fatlað fólk er stór hluti þeirra sem eru neydd í stöðu þiggjenda. Enn er fötluðum börnum og fullorðnu fólki mismunað á marga vegu. Enn eru til Arnarholt, þó í öðrum skilningi sé. Við höldum ótrauð áfram, stefnum á brekkubrúnina og látum hvergi staðar numið fyrr en fatlað fólk hefur tækifæri og á líf til jafns við aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun