Hverju skilar góðgerðartónlistin? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. desember 2020 08:01 Mér skilst að nú sé verið að safna fyrir nýjum bíl handa Emmsjé Gauta. Það er svo sem ekki vitlausara en þegar samfélagið lagðist hér á hliðina á sínum tíma svo kaupa mætti fiðlu en hið fyrrnefnda er þó sagt í gríni og ætlað að afla fé fyrir Barnaspítala Hringsins. Hjálpum þeim Tónlist hefur löngum verið beitt til að beina athygli almennings að tilteknum málstað. Þegar vel tekst til hafa smáskífur og tónleikar reynst hin besta fjáröflun. Og hvers vegna að finna upp hjólið? Lagið Hjálpum þeim, sem Gauti er að vinda í enn eitt skiptið, er nú dregið fram í fjórða sinn. Lagið sömdu þeir Jóhann G. Jóhannsson og Axel Einarsson um miðjan 9. áratuginn og sýnist mér það hafa skilað um 37 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag til barnaheimilis í Eþíópíu. Árið 1992 var það sett á fóninn að nýju og söfnuðust hátt í 80 milljónir króna að núvirði til að hjálpa bágstöddum í Sómalíu og Júgóslavíu. Ekki færri en 10.000 geisladiskar seldust í þriðju umferð árið 2005 og fróðlegt verður að heyra hvernig Gauta og félögum gengur í þetta skiptið. Gullöldin Hjálpum þeim fæddist raunar á því sem kalla mætti gullöld góðgerðartónlistarinnar. Bob Geldof og Midge Ure hristu slagarann Do they know it‘s Christmas fram úr jólasokknum ári fyrr og var markmiðið það sama, að rétta íbúum Eþíópíu hjálparhönd. Það er örlítið á reiki hvað lagið hefur aflað mikilla tekna en það hefur ekki verið undir 4,5 milljörðum króna að núvirði. Geldof og félagar hafa þó tekið okkur Íslendinga sér til fyrirmyndar og púðrað lagið, dressað og smurt í gegnum tíðina þegar tilefni hefur þótt til. Þegar allt er talið gætu um 90 milljarðar króna hafa safnast í tengslum við flutning lagsins og fjáraflanir því tengdu og munar um minna. Vestanhafs mátti tónlistaraðallinn ekki láta sitt eftir liggja og stóðu þeir félagar Harry Belafonte og Quincy Jones fyrir gerð þess sem síðar varð einhver mest selda smáskífa sögunnar, We are the world. Michael Jackson og Lionel Richie sömdu lagið, læstu helstu poppstjörnur samtímans inni í hljóðveri og söfnuðu, þegar upp var staðið, um 19 milljörðum króna á verðlagi 2020 til góðra málefna. Live Aid tónleikarnir á Wembley árið 1985.Getty Tónleikar Þetta sama ár, 1985, steig Geldof (sem einnig hafði tekið þátt í We are the world) næsta skref í fjáröflunarbransanum og setti saman hina umtöluðu Live aid tónleika á Wembley leikvanginum í London og í Fíladelfíu (ekki þó þeirri á Laugavegi). Í heildina gætu tónleikarnir hafa aflað um 66 milljarða króna og þó svo viðlíka stjörnufans hafi sennilega hvorki sést fyrr né síðar hafa fjöldatónleikar á sviði og í sjónvarpi rutt sér til rúms sem tilvalin fjáröflunarleið. Freddie Mercury og Brian May í hljómsveitinni Queen á Live Aid 1985.Getty 8 milljarðar króna söfnuðust í minningu Freddy Mercury til alnæmisrannsókna á A concert for life tónleikunum 1992 og Ariana Grande skilaði 400 milljónum króna á Manchester tóleikunum frægu árið 2017 svo dæmi séu tekin. Með smáskífunni A candle in the wind, sem Elton John gaf að nýju út árið 1997, safnaði hann 12 milljörðum íslenskra króna á verðlagi 2020 og sama ár skilaði A perfect day eftir Lou Reed hálfum milljarði. Loks má þess geta að með One world: Together at home tónleikum Lady Gaga nú í ár hafa yfir 16 milljarðar króna safnast til góðra málefna. Enn frekari tækifæri? Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra stendur til að bjóða frádrátt frá skatti þegar stutt er við gott málefni. Þannig geti einstaklingar dregið frá skattstofni sínum allt að 350.000 krónur á ári og atvinnurekendur 1,5% árstekna sinna. Verði frumvarpið að lögum gefur það söfnunartónleikum og fleiru í þeim dúr (þið afsakið) byr undir báða vængi. Þá hlýtur einhver að draga Hjálpum þeim fram í fimmta sinn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Hjálparstarf Skattar og tollar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Mér skilst að nú sé verið að safna fyrir nýjum bíl handa Emmsjé Gauta. Það er svo sem ekki vitlausara en þegar samfélagið lagðist hér á hliðina á sínum tíma svo kaupa mætti fiðlu en hið fyrrnefnda er þó sagt í gríni og ætlað að afla fé fyrir Barnaspítala Hringsins. Hjálpum þeim Tónlist hefur löngum verið beitt til að beina athygli almennings að tilteknum málstað. Þegar vel tekst til hafa smáskífur og tónleikar reynst hin besta fjáröflun. Og hvers vegna að finna upp hjólið? Lagið Hjálpum þeim, sem Gauti er að vinda í enn eitt skiptið, er nú dregið fram í fjórða sinn. Lagið sömdu þeir Jóhann G. Jóhannsson og Axel Einarsson um miðjan 9. áratuginn og sýnist mér það hafa skilað um 37 milljónum króna á verðlagi dagsins í dag til barnaheimilis í Eþíópíu. Árið 1992 var það sett á fóninn að nýju og söfnuðust hátt í 80 milljónir króna að núvirði til að hjálpa bágstöddum í Sómalíu og Júgóslavíu. Ekki færri en 10.000 geisladiskar seldust í þriðju umferð árið 2005 og fróðlegt verður að heyra hvernig Gauta og félögum gengur í þetta skiptið. Gullöldin Hjálpum þeim fæddist raunar á því sem kalla mætti gullöld góðgerðartónlistarinnar. Bob Geldof og Midge Ure hristu slagarann Do they know it‘s Christmas fram úr jólasokknum ári fyrr og var markmiðið það sama, að rétta íbúum Eþíópíu hjálparhönd. Það er örlítið á reiki hvað lagið hefur aflað mikilla tekna en það hefur ekki verið undir 4,5 milljörðum króna að núvirði. Geldof og félagar hafa þó tekið okkur Íslendinga sér til fyrirmyndar og púðrað lagið, dressað og smurt í gegnum tíðina þegar tilefni hefur þótt til. Þegar allt er talið gætu um 90 milljarðar króna hafa safnast í tengslum við flutning lagsins og fjáraflanir því tengdu og munar um minna. Vestanhafs mátti tónlistaraðallinn ekki láta sitt eftir liggja og stóðu þeir félagar Harry Belafonte og Quincy Jones fyrir gerð þess sem síðar varð einhver mest selda smáskífa sögunnar, We are the world. Michael Jackson og Lionel Richie sömdu lagið, læstu helstu poppstjörnur samtímans inni í hljóðveri og söfnuðu, þegar upp var staðið, um 19 milljörðum króna á verðlagi 2020 til góðra málefna. Live Aid tónleikarnir á Wembley árið 1985.Getty Tónleikar Þetta sama ár, 1985, steig Geldof (sem einnig hafði tekið þátt í We are the world) næsta skref í fjáröflunarbransanum og setti saman hina umtöluðu Live aid tónleika á Wembley leikvanginum í London og í Fíladelfíu (ekki þó þeirri á Laugavegi). Í heildina gætu tónleikarnir hafa aflað um 66 milljarða króna og þó svo viðlíka stjörnufans hafi sennilega hvorki sést fyrr né síðar hafa fjöldatónleikar á sviði og í sjónvarpi rutt sér til rúms sem tilvalin fjáröflunarleið. Freddie Mercury og Brian May í hljómsveitinni Queen á Live Aid 1985.Getty 8 milljarðar króna söfnuðust í minningu Freddy Mercury til alnæmisrannsókna á A concert for life tónleikunum 1992 og Ariana Grande skilaði 400 milljónum króna á Manchester tóleikunum frægu árið 2017 svo dæmi séu tekin. Með smáskífunni A candle in the wind, sem Elton John gaf að nýju út árið 1997, safnaði hann 12 milljörðum íslenskra króna á verðlagi 2020 og sama ár skilaði A perfect day eftir Lou Reed hálfum milljarði. Loks má þess geta að með One world: Together at home tónleikum Lady Gaga nú í ár hafa yfir 16 milljarðar króna safnast til góðra málefna. Enn frekari tækifæri? Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra stendur til að bjóða frádrátt frá skatti þegar stutt er við gott málefni. Þannig geti einstaklingar dregið frá skattstofni sínum allt að 350.000 krónur á ári og atvinnurekendur 1,5% árstekna sinna. Verði frumvarpið að lögum gefur það söfnunartónleikum og fleiru í þeim dúr (þið afsakið) byr undir báða vængi. Þá hlýtur einhver að draga Hjálpum þeim fram í fimmta sinn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun