Kona fékk ofgreiddar bætur, missti húsið og Tryggingastofnun uppskar 65 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 11:53 Tryggingastofnun krafðist nauðungasölu á fasteign konunnar við innheimtu á 590 þúsund krónum. Sneri innheimtan að ofgreiddum bótum. Sigríður Lillý Baldursdóttir er forstjóri TR. Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs við innheimtu í máli konu sem krafin var um endurgreiðslu á 590 þúsund krónum vegna ofgreiddra bóta. Stofnunin krafðist nauðungarsölu á fasteign í eigu konunnar sem boðin var upp og seld á 23 milljónir króna. Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira